Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney 25. september 2006 12:00 Hafa komið á óvart. Fyrir utan Portsmouth er Reading líklega mesta spútnikliðið það sem af er leiktíðinni í enska boltanum og á laugardag náði liðið jafntefli gegn Manchester United. Hér sjást leikmenn liðsins fagna marki Kevin Doyle sem hann skoraði úr vítaspyrnu í leiknum. Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. „Við erum bara sáttir við að hafa fengið annað stigið. Liðið er nú komið með 10 stig eftir sex leiki sem við teljum vel viðunandi,“ sagði Brynjar Björn við Fréttablaðið í gær. Því fer fjarri að leikmenn Reading fái frí eftir erfiðan leik gegn Manchester United því Brynjar var nýkominn af æfingu þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessum leik og ég held að ég geti alveg viðurkennt að Man. Utd sé besta liðið sem við höfum mætt það sem af er,“ sagði Brynjar. „Það var gaman að fá að spreyta sig gegn öllum þessum stjörnum í liðinu en það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney. Þeir eru gríðarlega flinkir og Ronaldo skoraði gott mark en mér fannst við samt ná að halda þeim niðri að mestu.“ Það vakti líklega athygli íslenskra sjónvarpsáhorfenda að þegar Brynjar Björn kom inn á um miðjan síðari hálfleik fékk hann leiðbeiningar frá stjóranum Steve Coppell á miða þar sem þeir stóðu við hliðarlínuna. „Þetta er nú ekki neitt sem hann gerir venjulega. Þetta voru bara nokkur taktísk skilaboð sem ég átti að koma áfram til annarra í liðinu, hver átti að dekka hvern í föstum leikatriðum,“ segir Brynjar Björn. Sky segir Hermann Hreiðarsson ekki hafa verið upp á sitt besta í 2-0 tapi Charlton gegn Aston Villa en fær samt 6 í einkunn og þá fékk Heiðar Helguson 5 í einkunn eftir að hafa komið inn á undir lokin í leik Fulham og Chelsea. Segir Sky að Íslendingurinn hafi litlu náð að breyta í sókn Fulham. Enski boltinn Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. „Við erum bara sáttir við að hafa fengið annað stigið. Liðið er nú komið með 10 stig eftir sex leiki sem við teljum vel viðunandi,“ sagði Brynjar Björn við Fréttablaðið í gær. Því fer fjarri að leikmenn Reading fái frí eftir erfiðan leik gegn Manchester United því Brynjar var nýkominn af æfingu þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessum leik og ég held að ég geti alveg viðurkennt að Man. Utd sé besta liðið sem við höfum mætt það sem af er,“ sagði Brynjar. „Það var gaman að fá að spreyta sig gegn öllum þessum stjörnum í liðinu en það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney. Þeir eru gríðarlega flinkir og Ronaldo skoraði gott mark en mér fannst við samt ná að halda þeim niðri að mestu.“ Það vakti líklega athygli íslenskra sjónvarpsáhorfenda að þegar Brynjar Björn kom inn á um miðjan síðari hálfleik fékk hann leiðbeiningar frá stjóranum Steve Coppell á miða þar sem þeir stóðu við hliðarlínuna. „Þetta er nú ekki neitt sem hann gerir venjulega. Þetta voru bara nokkur taktísk skilaboð sem ég átti að koma áfram til annarra í liðinu, hver átti að dekka hvern í föstum leikatriðum,“ segir Brynjar Björn. Sky segir Hermann Hreiðarsson ekki hafa verið upp á sitt besta í 2-0 tapi Charlton gegn Aston Villa en fær samt 6 í einkunn og þá fékk Heiðar Helguson 5 í einkunn eftir að hafa komið inn á undir lokin í leik Fulham og Chelsea. Segir Sky að Íslendingurinn hafi litlu náð að breyta í sókn Fulham.
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira