Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney 25. september 2006 12:00 Hafa komið á óvart. Fyrir utan Portsmouth er Reading líklega mesta spútnikliðið það sem af er leiktíðinni í enska boltanum og á laugardag náði liðið jafntefli gegn Manchester United. Hér sjást leikmenn liðsins fagna marki Kevin Doyle sem hann skoraði úr vítaspyrnu í leiknum. Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. „Við erum bara sáttir við að hafa fengið annað stigið. Liðið er nú komið með 10 stig eftir sex leiki sem við teljum vel viðunandi,“ sagði Brynjar Björn við Fréttablaðið í gær. Því fer fjarri að leikmenn Reading fái frí eftir erfiðan leik gegn Manchester United því Brynjar var nýkominn af æfingu þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessum leik og ég held að ég geti alveg viðurkennt að Man. Utd sé besta liðið sem við höfum mætt það sem af er,“ sagði Brynjar. „Það var gaman að fá að spreyta sig gegn öllum þessum stjörnum í liðinu en það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney. Þeir eru gríðarlega flinkir og Ronaldo skoraði gott mark en mér fannst við samt ná að halda þeim niðri að mestu.“ Það vakti líklega athygli íslenskra sjónvarpsáhorfenda að þegar Brynjar Björn kom inn á um miðjan síðari hálfleik fékk hann leiðbeiningar frá stjóranum Steve Coppell á miða þar sem þeir stóðu við hliðarlínuna. „Þetta er nú ekki neitt sem hann gerir venjulega. Þetta voru bara nokkur taktísk skilaboð sem ég átti að koma áfram til annarra í liðinu, hver átti að dekka hvern í föstum leikatriðum,“ segir Brynjar Björn. Sky segir Hermann Hreiðarsson ekki hafa verið upp á sitt besta í 2-0 tapi Charlton gegn Aston Villa en fær samt 6 í einkunn og þá fékk Heiðar Helguson 5 í einkunn eftir að hafa komið inn á undir lokin í leik Fulham og Chelsea. Segir Sky að Íslendingurinn hafi litlu náð að breyta í sókn Fulham. Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. „Við erum bara sáttir við að hafa fengið annað stigið. Liðið er nú komið með 10 stig eftir sex leiki sem við teljum vel viðunandi,“ sagði Brynjar Björn við Fréttablaðið í gær. Því fer fjarri að leikmenn Reading fái frí eftir erfiðan leik gegn Manchester United því Brynjar var nýkominn af æfingu þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessum leik og ég held að ég geti alveg viðurkennt að Man. Utd sé besta liðið sem við höfum mætt það sem af er,“ sagði Brynjar. „Það var gaman að fá að spreyta sig gegn öllum þessum stjörnum í liðinu en það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney. Þeir eru gríðarlega flinkir og Ronaldo skoraði gott mark en mér fannst við samt ná að halda þeim niðri að mestu.“ Það vakti líklega athygli íslenskra sjónvarpsáhorfenda að þegar Brynjar Björn kom inn á um miðjan síðari hálfleik fékk hann leiðbeiningar frá stjóranum Steve Coppell á miða þar sem þeir stóðu við hliðarlínuna. „Þetta er nú ekki neitt sem hann gerir venjulega. Þetta voru bara nokkur taktísk skilaboð sem ég átti að koma áfram til annarra í liðinu, hver átti að dekka hvern í föstum leikatriðum,“ segir Brynjar Björn. Sky segir Hermann Hreiðarsson ekki hafa verið upp á sitt besta í 2-0 tapi Charlton gegn Aston Villa en fær samt 6 í einkunn og þá fékk Heiðar Helguson 5 í einkunn eftir að hafa komið inn á undir lokin í leik Fulham og Chelsea. Segir Sky að Íslendingurinn hafi litlu náð að breyta í sókn Fulham.
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira