Enski boltinn

Ronaldo getur orðið sá besti

Cristiano Ronaldo fær mikinn stuðning frá aðstoðarþjálfara sínum.
Cristiano Ronaldo fær mikinn stuðning frá aðstoðarþjálfara sínum.

Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd.

„Þegar maður er að þjálfa leikmenn eins og Ronaldo snýst þetta ekki svo mikið um fótboltann. Þetta snýst um að kenna þeim rétta hugarfarið og fá þá til að meta lífið og alla kosti þess. Ég er alltaf að reyna að láta Ronaldo temja sér þennan hugsunarhátt og finna löngunina til þess að verða bestur í heimi. Það er ekki spurning að hann getur orðið það,“ sagði Queiroz.

Ronaldo var í sumar sagður vera á leið frá Man. Utd en í viðtali við BBC í gær sagðist hann vera mjög ánægður í herbúðum liðsins. „Ég velti því fyrir mér að fara annað. En eftir að hafa rætt við umboðsmann minn og Alex Ferguson þá ákvað ég að vera áfram. Ég sé ekki eftir því. Mér líður mjög vel,“ sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×