Íþróttir

Fréttamynd

Tottenham lagði Club Brugge

Tottenham er í mjög góðum málum í B-riðli Evrópukeppni félagsliða eftir 3-1 sigur á Club Brugge í fjörugum leik sem sýndur var beint á Sýn í kvöld. Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Robbie Keane eitt, en framherjar liðsins fóru engu að síður illa með fjölda tækifæra eins og hefð hefur myndast fyrir í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á White Hart Lane

Staðan í leik Tottenham og Club Brugge í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Dimitar Berbatov jafnaði metin fyrir Tottenham eftir að liðið lenti undir 1-0. Albert Luqueskoraði mark Newcastle hefur yfir 1-0 gegn Palermo á Sikiley og þá er markalaust hjá Blackburn og Basel.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mayweather skvetti vatni á andstæðing sinn

Það verður sannkallaður risabardagi á dagskrá í boxinu á Sýn á laugardagskvöld þegar hinn ósigraði Floyd Mayweather mætir argentínska öskubuskuævintýrinu Carlos Baldomir. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund, en Baldomir hefur unnið tvo mjög sterka boxara í síðustu tveimur bardögum sínum og hefur ekki tapað í átta ár.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach lagði Fram

Þýska liðið Gummersbach vann í kvöld auðveldan sigur á Fram í Meistaradeild Evrópu 38-29 en leikið var ytra. Íslenska liðið stóð ágætlega í atvinnumönnunum, en þýska liðið sigldi framúr á lokasprettinum og vann auðveldan sigur. Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur Framara með 9 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach leiðir í hálfleik

Gummersbach hefur forystu 19-14 gegn Fram þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið var lengi að finna taktinn líkt og í fyrri leiknum og lenti undir 9-6, en hefur síðan hert tökin og hefur 5 marka forskot í hálfleik. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Handbolti
Fréttamynd

Körfuboltamaraþon í kvöld og alla helgina

Það verður sannkölluð körfuboltaveisla á NBA TV sjónvarpsstöðinni og Sýn næstu daga. Veislan hefst í kvöld með stórleik Dallas og San Antonio á NBA TV sem hefst klukkan eitt í nótt og á sama tíma annað kvöld verður lið San Antonio aftur í eldlínunni þegar það tekur á móti LeBron James og félögum í Cleveland í beinni á Sýn.

Körfubolti
Fréttamynd

Southgate hefur engar áhyggjur

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segist aðeins vera að einbeita sér að því að vinna vinnuna sína þó undanþága hans til að þjálfa liðið falli úr gildi eftir 9 daga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Birgir Leifur í 7. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 7. sæti á 2. stigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina þegar leiknir hafa verið tveir hringir á Sherry vellinum á Spáni. Birgir lék á tveimur höggum undir pari í dag eins og í gær og er því í ágætri stöðu til að vinna sér sæti á lokaúrtökumótinu sem fram fer eftir viku.

Golf
Fréttamynd

Ísland lagði Austurríki

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld 30-26 sigur á því austurríska á æfingamóti sem haldið er í Hollandi. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 9 mörk fyrir íslenska liðið, þar af 5 úr vítum, Sólveig Kjærnested skoraði 7 mörk og Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði 5 mörk. Íris Símonardóttir varði 24 skot í markinu. Íslenska liðið mætir Portúgal á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Verður ekki með gegn Deportivo

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í liði Barcelona sem mætir Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni um helgina vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum við Chelsea í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Gefur Aaron Lennon aðvörun

Martin Jol hefur sent enska landsliðsmanninum Aaron Lennon aðvörun og hvetur hann til að ná meiri stöðugleika í frammistöðu sína með Tottenham - ella verði hann á fá sér sæti á varamannabekknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Xavier við það að semja við Boro

Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier er nú við það að skrifa undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough að sögn umboðsmanns hans, en Xavier er nýlaus úr löngu keppnisbanni vegna steranotkunar. Svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópi Boro gegn Watford um helgina en mikil meiðsli eru meðal varnarmanna liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stórleikur í Njarðvík í kvöld

Fjórir leikir eru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15 að venju. Stórleikur kvöldsins er viðureign grannliðanna Njarðvíkur og Grindavíkur í Njarðvík, en hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Gummersbach - Fram í beinni í kvöld

Leikur Gummersbach og Fram í Meistaradeildinni í handbolta verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:20. Forvitnilegt verður að sjá hvort íslenska liðið nær að standa í lærisveinum Alfreðs Gíslasonar líkt og í fyrri leiknum í Reykjavík á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Vill aldrei fara til Englands aftur

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes sem nú leikur sem lánsmaður hjá Real Madrid frá enska félaginu Arsenal, segist aldrei geta hugsað sér að spila á Englandi aftur. Reyes fór sem lánsmaður til Real í skiptum fyrir Julio Baptista í sumar og búist er við því að sú ráðstöfun verði gerð varanleg fljótlega.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ole Gunnar frá í nokkrar vikur

Norski markaskorarinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa tognað aftan á læri í Meistaradeildarleiknum á Parken í gærkvöldi. Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins segist hafa verið feginn að heyra að vandamálið var ekki alvarlegra en raun bar vitni og sagðist hafa óttast að hnéð hefði gefið sig þegar hann fór að haltra undir lok leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórhuga í Meistaradeildinni

Jose Mourinho segir að lið sitt sé að spila betur en nokkru sinni fyrr í Meistaradeild Evrópu og bendir á að þó samkeppnin sé hörð, hafi hans menn alla möguleika á að fara alla leið í keppninni að þessu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Englendingar íhuga að bjóða í HM 2018

Richard Caborn, íþróttamálaráðherra Englendinga, segir að stjórnvöld þar í landi séu mjög hrifinn af þeirri hugmynd að fá að halda HM í knattspyrnu árið 2108. HM 2010 fer fram í Suður-Afríku og keppnin þar á eftir mun fara fram í einhverju af löndum Suður-Ameríku. Þar á eftir verður keppnin haldin í Evrópu á ný og þá hafa enskir hug á því að fá að halda keppnina.

Enski boltinn
Fréttamynd

New York lagði Memphis í maraþonleik

Leiktíðin í ár fer öllu betur af stað en sú síðasta hjá New York Knicks í NBA deildinni, en í nótt lagði liðið Memphis Grizzlies 118-117 eftir þríframlengdan leik í Madison Square Garden. Quentin Richardson var sjóðandi heitur í liði New York og skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst en Chucky Atkins skoraði 25 stig fyrir Memphis og Hakim Warrick skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Tottenham - Club Brugge í beinni

Leikur Tottenham og Club Brugge í Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Tottenham hvílir væntanlega eitthvað af lykilmönnum sínum fyrir deildarleikinn gegn Chelsea um helgina, en Didier Zokora er í leikmannahópi Lundúnaliðsins eftir að hafa veikst af malaríu á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hugsanlega besti leikur okkar í Meistaradeildinni

Arsene Wenger var ekkert að velta sér upp úr því að lið hans hafi farið illa með fjölda færa og því þurft að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli við CSKA Moskva í kvöld. Hann segir spilamennsku liðsins hafa verið frábæra.

Fótbolti
Fréttamynd

Við verðum að ná í stig gegn Celtic

Sir Alex Ferguson var ekki á þeim buxunum að koma með lélegar afsakanir í kvöld eftir að hans menn afhentu FC Kaupmannahöfn fyrsta sigur sinni í Meistaradeildinni í sögu félagsins. Ferguson sagði sína menn hafa fengið á baukinn fyrir að nýta ekki færi sín.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjarnan lagði Hauka

Stjarnan lagði Hauka 33-29 á útivelli í leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta og náði með þessum mikilvæga sigri að rétta sinn hlut nokkuð í deildinni eftir slæma byrjun. Bæði lið eru með 4 stig eftir 5 umferðir í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Tap fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir heimamönnum Hollendingum 32-27 í kvöld í fyrsta leik sínum á sex liða móti þar í landi. Hrafnhildur Skúladóttir og Hildigunnur Einarsdóttir skoruðu 5 mörk hvor í íslenska liðinu sem mætir Austurríki á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

United lá í Kaupmannahöfn

Manchester United þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir FC Kaupmannahöfn í Danmörku í kvöld og Arsenal og CSKA Moskva gerðu markalaust jafntefli í G-riðli, þar sem allt er nú opið.

Fótbolti
Fréttamynd

Dauft hjá enskum í fyrri hálfleik

Ensku liðunum Arsenal og Manchester United hefur ekki gengið vel í fyrri hálfleik í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu sem sýndir eru beint á sjónvarpsstöðvum Sýnar í kvöld, en raunar hafa fá mörk verið skoruð í leikjunum átta sem standa yfir.

Fótbolti
Fréttamynd

Logi heitur

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var sjóðandi heitur í kvöld þegar hann og félagar hans í ToPo Helsinki lögðu Espool Tonka 95-86 í finnsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Logi skoraði 37 stig í leiknum og er lið hans nú í fimmta sæti deildarinnar eftir 10 umferðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveir leikir í beinni í kvöld

Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV sjónavrpsstöðinni í kvöld, en deildarkeppnin hófst með látum í gærkvöldi. Fyrri leikurinn er viðureign New Jersey og Toronto og hefst hún klukkan 1 eftir miðnætti og klukkan 3:30 eigast svo við Phoenix og LA Clippers.

Körfubolti