Fótbolti

Ole Gunnar frá í nokkrar vikur

Ole Gunnar meiddist gegn FC Kaupmannahöfn í gær
Ole Gunnar meiddist gegn FC Kaupmannahöfn í gær NordicPhotos/GettyImages

Norski markaskorarinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa tognað aftan á læri í Meistaradeildarleiknum á Parken í gærkvöldi. Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins segist hafa verið feginn að heyra að vandamálið var ekki alvarlegra en raun bar vitni og sagðist hafa óttast að hnéð hefði gefið sig þegar hann fór að haltra undir lok leiksins.

Solskjær er sem kunnugt er ný stiginn upp úr erfiðum meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í um tvö ár og því var Ferguson skiljanlega feginn að heyra það þegar meiðslin tengdust ekki hné norska leikmannsins.

"Fyrst óttaðist ég að þetta væru hnémeiðsli, en þegar ég heyrði að þetta væri lærið á honum andaði ég léttar. Þessi meiðsli eru alls ekki alvarleg," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×