Mayweather skvetti vatni á andstæðing sinn 2. nóvember 2006 21:00 Floyd "Pretty Boy" Mayweather á erfitt verkefni fyrir höndum á laugardagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Það verður sannkallaður risabardagi á dagskrá í boxinu á Sýn á laugardagskvöld þegar hinn ósigraði Floyd Mayweather mætir argentínska öskubuskuævintýrinu Carlos Baldomir. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund, en Baldomir hefur unnið tvo mjög sterka boxara í síðustu tveimur bardögum sínum og hefur ekki tapað í átta ár. Mayweather hefur verið ósigrandi allan sinn feril en hefur undanfarið verið sakaður um að þora ekki að mæta hátt skrifuðum áskorendum sem óska þess að fá að berjast við hann. Hann sigraði síðast Zab Judah á stigum í bardaga sem sýndur var á Sýn, en þess bardaga var í raun helst minnst fyrir það að uppúr sauð milli horna hnefaleikaranna og voru öryggisverðir lengi að skakka leikinn. Baldomir sigraði þá Judah og Arturo Gatti mjög óvænt í síðustu tveimur viðureignum sínum og þó hann búi ekki yfir sömu náttúrulegu hæfileikum og Mayweather, er það greinilega enginn aukvisi á ferðinni. Mikið hefur verið ritað um þennan bardaga vestanhafs, en þó veðmangarar hallist að sigri Mayweather, vilja margir meina að hann eigi eftir að verða hnífjafn. Mayweather gerði sitt til að auka á dramatíkina í hringnum annað kvöld þegar hann skvetti vatni á andstæðing sinn á blaðamannafundi fyrir bardagann og litlu munaði að til slagsmála kæmi í kjölfarið. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur Sýnar fá óvænt tíðindi í beinni útsendingu á laugardagskvöld, en útsending hefst klukkan 2 eftir miðnætti. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir „Verður sérstök stund fyrir hana“ Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Sjá meira
Það verður sannkallaður risabardagi á dagskrá í boxinu á Sýn á laugardagskvöld þegar hinn ósigraði Floyd Mayweather mætir argentínska öskubuskuævintýrinu Carlos Baldomir. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund, en Baldomir hefur unnið tvo mjög sterka boxara í síðustu tveimur bardögum sínum og hefur ekki tapað í átta ár. Mayweather hefur verið ósigrandi allan sinn feril en hefur undanfarið verið sakaður um að þora ekki að mæta hátt skrifuðum áskorendum sem óska þess að fá að berjast við hann. Hann sigraði síðast Zab Judah á stigum í bardaga sem sýndur var á Sýn, en þess bardaga var í raun helst minnst fyrir það að uppúr sauð milli horna hnefaleikaranna og voru öryggisverðir lengi að skakka leikinn. Baldomir sigraði þá Judah og Arturo Gatti mjög óvænt í síðustu tveimur viðureignum sínum og þó hann búi ekki yfir sömu náttúrulegu hæfileikum og Mayweather, er það greinilega enginn aukvisi á ferðinni. Mikið hefur verið ritað um þennan bardaga vestanhafs, en þó veðmangarar hallist að sigri Mayweather, vilja margir meina að hann eigi eftir að verða hnífjafn. Mayweather gerði sitt til að auka á dramatíkina í hringnum annað kvöld þegar hann skvetti vatni á andstæðing sinn á blaðamannafundi fyrir bardagann og litlu munaði að til slagsmála kæmi í kjölfarið. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur Sýnar fá óvænt tíðindi í beinni útsendingu á laugardagskvöld, en útsending hefst klukkan 2 eftir miðnætti.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir „Verður sérstök stund fyrir hana“ Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti