Almannavarnir

Fréttamynd

Fara af neyðar­stigi á hættu­stig

Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig.

Innlent
Fréttamynd

Mættir austur með trylli­tæki

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 

Innlent
Fréttamynd

Sjö­tíu við­bragðs­aðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjó­flóða­hætta á svæðinu“

Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár

Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn

Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 

Innlent
Fréttamynd

Það sem skal gera við rýmingu

Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 

Innlent
Fréttamynd

Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna

Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustigi vegna Covid aflýst

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frá 27. janúar 2020 hafa ýmis almannavarnastig verið í gildi en er þar um að ræða óvissu-, hættu og neyðarstig.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­lýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stig Al­manna­varna vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóra lýst yfir óvissustigi Almannavarna á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs sem fram undan er.

Innlent
Fréttamynd

„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“

Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir.

Veður
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi af­létt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“

Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar.

Innlent
Fréttamynd

Appel­sínu­gular við­varanir, ó­vissu­stig og sam­ráðs­fundir vegna veðurs

Samhæfingarstöð almannavarna verður virkjuð klukkan tíu í dag vegna veðurs. Óvissustigi var í gær lýst yfir á Vestfjörðum vegna ofanflóðahættu en aukin hætta er á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum vegna hlýinda og úrkomu. Óvissustigi hefur einnig verið lýst yfir á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs en appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustigi lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem er framundan.

Innlent
Fréttamynd

Aukin hætta á ofan­flóðum á morgun

Gert er ráð fyrir hlýindum um allt land á morgun, sunnudag, og Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á votum snjóflóðum. krapaflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að krapaflóð falli aftur á Patreksfirði, líkt og gerðist í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af strandaglópum

Veðrið er farið að versna og eru appelsínugular og gular viðvaranir í gildi víða. Búið er að loka nokkrum vegum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs. Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af því að fólk verði strand og komist ekki leiðar sinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­hæfingar­­stöð al­manna­varna virkjuð og öllu innan­­lands­flugi af­­lýst

Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög mikil­vægt að við bregðumst við“

Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stigi á Pat­reks­firði af­lýst

Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Krapa­flóð féll á Pat­reks­firði

Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 

Innlent
Fréttamynd

Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins

Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn.

Innlent