Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2023 00:14 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. Íbúar á Reykjanesskaga hafa verið beðnir um að loka gluggum vegna þessa en mun meira gasstreymi er frá þessu gosi samanborið við síðustu tvö gos á Reykjanesi. „Að sjálfsögðu erum við með áætlanir um slíkt og ég hugsa að íbúar á þessu svæði sem um ræðir átti sig á því. Bíðum og sjáum og hvernig þetta þróast,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. En eins og staðan er í dag þá er kannski ekki útlit fyrir að það þurfi að grípa í þær? „Nei, við skulum vona að við sleppum við það.“ Töluvert af fólki er við eldgosið þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að það skuli snúa heim. Útlit er fyrir stillt veður í kvöld og nótt sem leiðir til þess að gasið safnast upp og nær meiri styrk á gossvæðinu. „Við viljum að fólk átti sig á því að þetta er ekki gert af því okkur þykir það gaman, við viljum öll sjá eldgos, það er bara eins og það er,“ segir Hjördís og hvetur fólk aftur til þess að hlusta á jarðeðlisfræðinga og sérfræðinga Veðurstofunnar sem hafa varað mjög við veru fólks á svæðinu. Þegar aðstæður verða betri hyggjast almannavarnir upplýsa fólk strax um það og beina því um réttar leiðir að svæðinu líkt og gert var í síðustu tveimur gosum. Nokkuð var um fólk nálægt gosupptökunum fyrr í kvöldvísir/vilhelm Mikið gas flæðir úr sprungunni Greint hefur verið frá því að hraunflæðið frá þessu gosi sé margfalt meira á við þau eldgos en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að það hafi slegið vísindamenn hversu mikill gosmökkur komi frá sprungunni. Þar komi sennilega þrennt til: Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp, sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp í þetta skipti. Hann bætti við að enginn ætti að vera núna á svæðinu án búnaðar sem verji fólk gegn gasinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni.Vísir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, tók undir þetta á áðurnefndum upplýsingafundi og sagði mjög mikla gasmengun koma frá gosinu. Hæg breytileg átt sé á svæðinu og gasið að mestu leyti rekið til norðvesturs í dag en það lægi með kvöldinu sem þýði að það verði uppbygging á gasi á svæðinu með mjög mikið magn eldfjallagass á vissum stöðum. Þegar hafi verið mæld mjög há gildi sem bendi til þess að það sé óhollt loft á svæðinu, jafnvel talsvert frá reykmekkinum sem margir telji mögulega óhætt að vera. Svo sé þó ekki. Hún bætti við að veðrið á morgun væri svipað fram á annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Verða því mikið betri aðstæður fyrir fólk hvað gasið varðar. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Íbúar á Reykjanesskaga hafa verið beðnir um að loka gluggum vegna þessa en mun meira gasstreymi er frá þessu gosi samanborið við síðustu tvö gos á Reykjanesi. „Að sjálfsögðu erum við með áætlanir um slíkt og ég hugsa að íbúar á þessu svæði sem um ræðir átti sig á því. Bíðum og sjáum og hvernig þetta þróast,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. En eins og staðan er í dag þá er kannski ekki útlit fyrir að það þurfi að grípa í þær? „Nei, við skulum vona að við sleppum við það.“ Töluvert af fólki er við eldgosið þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að það skuli snúa heim. Útlit er fyrir stillt veður í kvöld og nótt sem leiðir til þess að gasið safnast upp og nær meiri styrk á gossvæðinu. „Við viljum að fólk átti sig á því að þetta er ekki gert af því okkur þykir það gaman, við viljum öll sjá eldgos, það er bara eins og það er,“ segir Hjördís og hvetur fólk aftur til þess að hlusta á jarðeðlisfræðinga og sérfræðinga Veðurstofunnar sem hafa varað mjög við veru fólks á svæðinu. Þegar aðstæður verða betri hyggjast almannavarnir upplýsa fólk strax um það og beina því um réttar leiðir að svæðinu líkt og gert var í síðustu tveimur gosum. Nokkuð var um fólk nálægt gosupptökunum fyrr í kvöldvísir/vilhelm Mikið gas flæðir úr sprungunni Greint hefur verið frá því að hraunflæðið frá þessu gosi sé margfalt meira á við þau eldgos en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að það hafi slegið vísindamenn hversu mikill gosmökkur komi frá sprungunni. Þar komi sennilega þrennt til: Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp, sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp í þetta skipti. Hann bætti við að enginn ætti að vera núna á svæðinu án búnaðar sem verji fólk gegn gasinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni.Vísir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, tók undir þetta á áðurnefndum upplýsingafundi og sagði mjög mikla gasmengun koma frá gosinu. Hæg breytileg átt sé á svæðinu og gasið að mestu leyti rekið til norðvesturs í dag en það lægi með kvöldinu sem þýði að það verði uppbygging á gasi á svæðinu með mjög mikið magn eldfjallagass á vissum stöðum. Þegar hafi verið mæld mjög há gildi sem bendi til þess að það sé óhollt loft á svæðinu, jafnvel talsvert frá reykmekkinum sem margir telji mögulega óhætt að vera. Svo sé þó ekki. Hún bætti við að veðrið á morgun væri svipað fram á annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Verða því mikið betri aðstæður fyrir fólk hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17