Innlent

„Maður getur rétt í­myndað sér hvernig það er að upp­lifa þetta aftur“

Jón Þór Stefánsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020.
Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá almannavörnum, telur óhætt að segja að það sé óvenjulegt að það þurfi að rýma hús vegna náttúruvár á Íslandi um miðjan september. Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár.

Í samtali við Fréttastofu sagði Hjördís að búist væri við óveðri í kvöld, nótt og fram á morgun, en aðaláhyggjuefnið væri ekki veðrið heldur það mikla vatn sem mun safnast saman.

Hjördís segir „mjög sérstakt“ að rýma svona mörg hús svo snemma vetrar.

„En á móti kemur er viðbragðið klárt á Seyðisfirði vegna þess sem áður hefur gerst. Og það er gott að viðbragðið sé virkilega tilbúið,“ segir hún.

Stærstur hluti húsanna sem rýmd hafa verið eru atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur,“

Hjördís hvetur fólk til að fylgjast vel með og minnst sérstaklega á niðurföll. Hún segir að viðbragðsaðilar séu duglegir við að láta íbúa vita af nýjustu vendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×