Rennsli í Skaftá haldist stöðugt Telma Tómasson skrifar 31. ágúst 2023 07:31 Athuganir sem gerðar voru í flugi í gær staðfesta að Skaftárhlaupið sem nú sé í gangi eigi upptök sín í Eystri-Skaftárkatlinum. Veðurstofan/Jón Grétar Sigurðsson Rennsli í Skaftá hefur haldist frekar stöðugt í nótt og er enn óljóst hvort hlaupið hafi náð því hámarki sem beðið hefur verið eftir. Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni er hugsanlegt að farið sé að draga úr rennslinu og verði fylgst áfram með þróun mála í dag. Engin hætta er lengur á ferðum vegna vatnsflaums við vegi og tók lögreglustjórinn á Suðurlandi ákvörðun í gær um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftánni. Hins vegar er enn hætta á gasmengun við ána og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverður vatnsagi sé af völdum hlaupsins í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs en ekki sé útlit fyrir að hlaupvatnið nái upp á þjóðveg 1, líkt og gerst hafi í stórum Skaftárhlaupum. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið í sambandi við skálastjórann í Hólaskjóli sem segir enn mikla brennisteinslykt þar í grennd við ána. Vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir svæðið með Landhelgisgæslu Íslands í gær. „Dökkur jökullitur er á hlaupvatninu upp eftir Skaftárdal og alla leið að Skaftárjökli, þar sem hlaupið kemur undan jökulsporðinum á nokkrum stöðum. Ekki voru teljandi merki þess að jökulísinn hefði brotnað upp af völdum hlaupvatns sem þrengir sér til yfirborðs. Þegar flogið var yfir Vestari Skaftárketil sást að þar var allt með kyrrum kjörum. Í katlinum var allstór leysingarpollur auk þess sem gjóskubunkar sjást í katlinum norðanverðum. Eystri ketillinn var hins vegar talsvert mikið siginn og leysingarvatn í honum hafði tæmst niður um sprungur og rásir í jöklinum. Stórar hringsprungur, greinilega alveg nýmyndaðar, voru mjög áberandi við austur- og norðurjaðar ketilsins. Það er því ljóst að hlaupvatnið hefur komið úr lóninu undir Eystri Skaftárkatli. Í gær má áætla að um 100 gígalítrar (= 0.1 km3) hlaupvatns hafi þegar runnið fram við Sveinstind. Það er einungis helmingur af rúmmáli dæmigerðra hlaupa úr eystri katlinum. Rennslið nú í morgun var um 640 m3/s og verður áfram fylgst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni er hugsanlegt að farið sé að draga úr rennslinu og verði fylgst áfram með þróun mála í dag. Engin hætta er lengur á ferðum vegna vatnsflaums við vegi og tók lögreglustjórinn á Suðurlandi ákvörðun í gær um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftánni. Hins vegar er enn hætta á gasmengun við ána og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverður vatnsagi sé af völdum hlaupsins í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs en ekki sé útlit fyrir að hlaupvatnið nái upp á þjóðveg 1, líkt og gerst hafi í stórum Skaftárhlaupum. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið í sambandi við skálastjórann í Hólaskjóli sem segir enn mikla brennisteinslykt þar í grennd við ána. Vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir svæðið með Landhelgisgæslu Íslands í gær. „Dökkur jökullitur er á hlaupvatninu upp eftir Skaftárdal og alla leið að Skaftárjökli, þar sem hlaupið kemur undan jökulsporðinum á nokkrum stöðum. Ekki voru teljandi merki þess að jökulísinn hefði brotnað upp af völdum hlaupvatns sem þrengir sér til yfirborðs. Þegar flogið var yfir Vestari Skaftárketil sást að þar var allt með kyrrum kjörum. Í katlinum var allstór leysingarpollur auk þess sem gjóskubunkar sjást í katlinum norðanverðum. Eystri ketillinn var hins vegar talsvert mikið siginn og leysingarvatn í honum hafði tæmst niður um sprungur og rásir í jöklinum. Stórar hringsprungur, greinilega alveg nýmyndaðar, voru mjög áberandi við austur- og norðurjaðar ketilsins. Það er því ljóst að hlaupvatnið hefur komið úr lóninu undir Eystri Skaftárkatli. Í gær má áætla að um 100 gígalítrar (= 0.1 km3) hlaupvatns hafi þegar runnið fram við Sveinstind. Það er einungis helmingur af rúmmáli dæmigerðra hlaupa úr eystri katlinum. Rennslið nú í morgun var um 640 m3/s og verður áfram fylgst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16