Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2023 13:13 Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Þar segir að talsverð eða mikil rigning sé í kortunum. „Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því. Rétt fyrir hádegi var litakóði vegna úrkomuákefðar ferður úr gulu og upp í appelsínugult á Austfjörðum þar sem ákefðin er mest. Sjá frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Sjá ítarlegar upplýsingar um viðvaranir á vefsíðu Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Nánast samfelldri úrhellisrigningu er spáð fyrir austan næstu tvo sólarhringana. Ráðgert er að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en við það aukast líkur á aurskriðum. Ester Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að enn hefði ekki verið gripið til rýminga fyrir austan. „Almannavarnir munu taka ákvarðanir um hvaða næsta skref er og það verður fundað með þeim í dag og þau munu stýra aðgerðum ef einhver ástæða er til.“ Eru miklar líkur á aurskriðum? „Eins og staðan er núna, með þessa miklu ákefð og í rauninni í þetta langan tíma - þetta er í rauninni mikil ákefð í tvo sólarhringa alveg samfellt - þá sjáum við fyrir okkur að vatnavextir í farvegum geti orðið það miklir að það verði rof og valdið skriðum.“ Almennt í vatnsveðri sem þessu er brýnt að hreinsa frá niðurföllum til að minna líkur á vatnstjóni. Almannavarnir Lögreglumál Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Þar segir að talsverð eða mikil rigning sé í kortunum. „Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því. Rétt fyrir hádegi var litakóði vegna úrkomuákefðar ferður úr gulu og upp í appelsínugult á Austfjörðum þar sem ákefðin er mest. Sjá frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Sjá ítarlegar upplýsingar um viðvaranir á vefsíðu Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Nánast samfelldri úrhellisrigningu er spáð fyrir austan næstu tvo sólarhringana. Ráðgert er að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en við það aukast líkur á aurskriðum. Ester Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að enn hefði ekki verið gripið til rýminga fyrir austan. „Almannavarnir munu taka ákvarðanir um hvaða næsta skref er og það verður fundað með þeim í dag og þau munu stýra aðgerðum ef einhver ástæða er til.“ Eru miklar líkur á aurskriðum? „Eins og staðan er núna, með þessa miklu ákefð og í rauninni í þetta langan tíma - þetta er í rauninni mikil ákefð í tvo sólarhringa alveg samfellt - þá sjáum við fyrir okkur að vatnavextir í farvegum geti orðið það miklir að það verði rof og valdið skriðum.“ Almennt í vatnsveðri sem þessu er brýnt að hreinsa frá niðurföllum til að minna líkur á vatnstjóni.
Almannavarnir Lögreglumál Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31