Almannavarnir

Fréttamynd

Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta í Mýr­dals­jökli af­lýst

Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. Síðastliðinn fimmtudag hófst kröftug jarðskjálftahrina á svæðinu og fór fólk þá að velta því fyrir sér hvort Katla væri byrjuð að rumska. Hrinan gekk þó hratt yfir og var að mestu yfirstaðin síðar sama dag.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Flug­lita­kóðinn aftur grænn en ó­vissu­stig á­fram í gildi

Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi af­lýst

Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu af­létt

Rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað verður aflétt klukkan 16 í dag. Þar með hefur rýmingu í öllum bænum vegna snjóflóðahættu verið aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga

Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum.

Innlent
Fréttamynd

Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða

Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað

Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. 

Innlent
Fréttamynd

Rýma fleiri hús á Eskifirði

Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður.

Innlent
Fréttamynd

Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum

Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 

Innlent
Fréttamynd

Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum

Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki út­lit fyrir að rýmingum verði af­létt næstu daga

Ekki er útlit fyrir að rýmingum verði aflétt á næstunni en rýmingar í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði eru enn í gildi. Mikil snjóflóðahætta er enn á svæðinu og því útlit fyrir að rýmingar haldi næstu daga. Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Af­létta rýmingu á svæði 18 í Nes­kaup­stað

Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað sem gripið var til vegna snjóflóðahættu í bænum í gær. Rýming gærdagsins er að öðru leyti enn í fullu gildi, það er á svæði 4, 6, 16 og 17 í Neskaupstað og sömuleiðis á Seyðisfirði og Eskifirði.

Innlent
Fréttamynd

Um­merki um fleiri flóð

Snjóathugunarmenn Veðurstofunnar eru byrjaðir að skoða aðstæður á Austfjörðum eftir snjóflóð gærdagsins. Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem vart varð við í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Fólkinu líður eðli­lega illa, þetta er mikið á­fall“

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa.

Innlent