Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 18:12 Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segist fyrra fyrir óöryggi hjá starfsfólki. Hún ræddi um viðbragðsáætlanir í tengslum við jarðhræringar og landris á Reykjanesi í Reykjavík síðdegis. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu var til viðtals í Reykjavík síðdegis. Talsverð gagnrýni hefur verið uppi um skort á viðvörunum til ferðamanna sem heimsækja þennan vinsæla ferðamannastað og margir hafa velt því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að hafa hann opinn á meðan óvissustig Almannavarna er í gildi og mögulegt eldgos yfirvofandi. „Frá upphafi höfum við verið vön að fylgja yfirvöldum og almannavörnum í einu og öllu. Það er þeirra hlutverk að leiða allan nauðsynlegan undirbúning til að tryggja velferð og öryggi fólks ef það kemur til einhverra flókinna aðstæðna,“ segir Helga. Líkt og fram hafi komið á upplýsingafundi fyrr í dag, sé horft til þess að viðbragðsaðilar hafi nokkrar klukkustundir til að bregðast við ef til þess kæmi að þyrfti að rýma svæðið. Ef einhverjar vísbendingar eru um möguleg gos er farið í rýmingu. Á hversu löngum tíma? „Við teljum okkur geta rýmt mjög hratt og örugglega, innan klukkustundar. En eins og ég ítreka og er mikilvægt að komi fram, er að sviðsmynd Almannavarna er þannig að gripið verði til ráðstafanna þannig að fólk hefði nokkrar klukkustundir til að bregðast við ef þurfa þykir.“ Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Aðspurð um hvort hún verði vör við ótta hjá starfsfólki segir Helga ljóst að margir finni fyrir óöryggi. Sér í lagi það starfsfólk sem býr í Grindavík. „Það er auðvitað mikið búið að ganga á og kannski að sumu leiti hafa skilaboð verið óskýr og fólk átt erfitt með að átta sig á raunverulegri stöðu. Þess vegna fögnum við gríðarlega þessum fundi í dag. Vonandi verða þeir haldnir reglulega svo það sé hægt að kjarna stöðuna hverju sinni. Það sem við gerum og leggjum mikið í er að fókusera á að taka utan um okkar starfsfólk og undirbúa það undir mismunandi sviðsmyndir.“ Komið sé til móts við það starfsfólk sem treysti sér ekki til að mæta í vinnu ástandins vegna. „En það er auðvitað þannig að starfsfólki þykir mjög gott að fá upplýsingarnar, fá samtalið og geta spurt spurninganna. Í raun tækifæri til að kynna sér raunstöðuna, og við höfum reynt að gera það og miðla upplýsingum eins og hægt er. Við finnum að það kann mjög vel að meta það.“ Um 2000-2500 heimsækja Bláa lónið þessa dagana. Vísir/Vilhelm Síðast var rýming í lóninu æfð í lok síðasta árs. „Svona alvöru rýming. En síðan þá höfum við verið með hermunaræfingar þar sem við förum yfir mismunandi svæði með öryggisfulltrúunum til að fara yfir og betrumbæta það sem þurfa þykir,“ segir Helga. Um 2500 gestir daglega Hún segist ekki geta verið sammála þeirri gagnrýni sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum þar sem forsvarsmenn Bláá lónsins hafa verið sakaðir um græðgi. „Við höfum valið að fylgja almannavörnum og yfirvöldum sem leiða þessa vinnu alla saman. Við vitum að þeir munu grípa til ráðstafanna ef þurfa þykir. Það hefur líka komið fram að við erum væntanlega komin inn í jarðhræringatímabil og þess þá heldur er mikilvægt að við fylgjum almannavörnum í einu og öllu og treystum þeim.“ Þá sé reynt að upplýsa alla gesti og metnaður starfsfólk liggi í að tala við hvern og einn einslega. Aðspurð um gestafjölda segir Helga að það sé mjög mismunandi eftir vikudögum og mánuðum en núna telji hún að gestir séu um 2000-2500 daglega, Hverig líður þér sjálfri að vinna á þessu svæði, undir þessum kringumstæðum? „Mér líður mjög vel að fylgja almannavörnum og legg fullt traust til þeirra. Það verður gripið til rýmingar ef það er metið sem svo að mögulega sé hætta á ferðinni. Eins og kom fram á fundinum er ekki beðið eftir eldgosi.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Helgu í heild sinni. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01 Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu var til viðtals í Reykjavík síðdegis. Talsverð gagnrýni hefur verið uppi um skort á viðvörunum til ferðamanna sem heimsækja þennan vinsæla ferðamannastað og margir hafa velt því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að hafa hann opinn á meðan óvissustig Almannavarna er í gildi og mögulegt eldgos yfirvofandi. „Frá upphafi höfum við verið vön að fylgja yfirvöldum og almannavörnum í einu og öllu. Það er þeirra hlutverk að leiða allan nauðsynlegan undirbúning til að tryggja velferð og öryggi fólks ef það kemur til einhverra flókinna aðstæðna,“ segir Helga. Líkt og fram hafi komið á upplýsingafundi fyrr í dag, sé horft til þess að viðbragðsaðilar hafi nokkrar klukkustundir til að bregðast við ef til þess kæmi að þyrfti að rýma svæðið. Ef einhverjar vísbendingar eru um möguleg gos er farið í rýmingu. Á hversu löngum tíma? „Við teljum okkur geta rýmt mjög hratt og örugglega, innan klukkustundar. En eins og ég ítreka og er mikilvægt að komi fram, er að sviðsmynd Almannavarna er þannig að gripið verði til ráðstafanna þannig að fólk hefði nokkrar klukkustundir til að bregðast við ef þurfa þykir.“ Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Aðspurð um hvort hún verði vör við ótta hjá starfsfólki segir Helga ljóst að margir finni fyrir óöryggi. Sér í lagi það starfsfólk sem býr í Grindavík. „Það er auðvitað mikið búið að ganga á og kannski að sumu leiti hafa skilaboð verið óskýr og fólk átt erfitt með að átta sig á raunverulegri stöðu. Þess vegna fögnum við gríðarlega þessum fundi í dag. Vonandi verða þeir haldnir reglulega svo það sé hægt að kjarna stöðuna hverju sinni. Það sem við gerum og leggjum mikið í er að fókusera á að taka utan um okkar starfsfólk og undirbúa það undir mismunandi sviðsmyndir.“ Komið sé til móts við það starfsfólk sem treysti sér ekki til að mæta í vinnu ástandins vegna. „En það er auðvitað þannig að starfsfólki þykir mjög gott að fá upplýsingarnar, fá samtalið og geta spurt spurninganna. Í raun tækifæri til að kynna sér raunstöðuna, og við höfum reynt að gera það og miðla upplýsingum eins og hægt er. Við finnum að það kann mjög vel að meta það.“ Um 2000-2500 heimsækja Bláa lónið þessa dagana. Vísir/Vilhelm Síðast var rýming í lóninu æfð í lok síðasta árs. „Svona alvöru rýming. En síðan þá höfum við verið með hermunaræfingar þar sem við förum yfir mismunandi svæði með öryggisfulltrúunum til að fara yfir og betrumbæta það sem þurfa þykir,“ segir Helga. Um 2500 gestir daglega Hún segist ekki geta verið sammála þeirri gagnrýni sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum þar sem forsvarsmenn Bláá lónsins hafa verið sakaðir um græðgi. „Við höfum valið að fylgja almannavörnum og yfirvöldum sem leiða þessa vinnu alla saman. Við vitum að þeir munu grípa til ráðstafanna ef þurfa þykir. Það hefur líka komið fram að við erum væntanlega komin inn í jarðhræringatímabil og þess þá heldur er mikilvægt að við fylgjum almannavörnum í einu og öllu og treystum þeim.“ Þá sé reynt að upplýsa alla gesti og metnaður starfsfólk liggi í að tala við hvern og einn einslega. Aðspurð um gestafjölda segir Helga að það sé mjög mismunandi eftir vikudögum og mánuðum en núna telji hún að gestir séu um 2000-2500 daglega, Hverig líður þér sjálfri að vinna á þessu svæði, undir þessum kringumstæðum? „Mér líður mjög vel að fylgja almannavörnum og legg fullt traust til þeirra. Það verður gripið til rýmingar ef það er metið sem svo að mögulega sé hætta á ferðinni. Eins og kom fram á fundinum er ekki beðið eftir eldgosi.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Helgu í heild sinni.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01 Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11
Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56