Veður

Skriðuhætta eykst samhliða mikilli úrkomu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá aðgerðum í kjölfar aurskriða sem féllu í Seyðisfirði árið 2020.
Frá aðgerðum í kjölfar aurskriða sem féllu í Seyðisfirði árið 2020. vísir/egill

Búist er við því að skriðuhætta aukist á Austurlandi næstu sólarhringa samhliða mikilli úrkomu.

Í færslu Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir mikilli úrkomu á norðan og austanverðu landinu.

„Gert er ráð fyrir mikilli uppsafnaðri úrkomu á Flateyjarskaga, Tröllaskaga og á Ströndum fram á miðvikudag. Hitastig á láglendi er 5-8°C og því gæti slyddað í efstu fjallatoppa. Veður fer kólnandi og á miðvikudag má búast við slyddu og jafnvel snjókomu Norðanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Því sé rétt að vara við mikilli úrkomu á þessum svæðum þar sem búast megi við því að skriðuhætta geti aukist fram á miðvikudag en hitastig mun hafa þar mikil áhrif. 

„Minni skriðuhætta skapast ef hitastig verður nálægt frostmarki á miðvikudag.“

Uppsöfnuð úrkoma til miðnættis á miðvikudag samkvæmt spálíkani.Veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×