Innlent

Bein út­sending: Upplýsingafundur í Stapa vegna jarð­hræringa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjálftavirkni hefur verið mikil nærri Bláa lóninu þangað sem ferðamenn streyma á hverjum degi. Þá eru innviðir HS orku á hættusvæði.
Skjálftavirkni hefur verið mikil nærri Bláa lóninu þangað sem ferðamenn streyma á hverjum degi. Þá eru innviðir HS orku á hættusvæði. Vísir/Sigurjón

Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi verður haldinn í Stapa Hljómahöll klukkan 20 í kvöld. Fylgjast má með fundinu í beinni hér á Vísi.

Fulltrúar frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunni, HS orku, HS Veitum munu vera með framsögu og gefst fundargestum tækifæri til að spyrja spurninga í lok fundar. 

Dagskrá;

  • Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni
  • Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku
  • Páll Erland, forstjóri HS Veitna
  • Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra

Frummælendur sitja í pallborði ásamt Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra Suðurnesja, Huldu Ragnheiði Árnadóttur framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands, Otta Sigmarssyni formanni Landsbjargar og Ara Guðmundssyni verkfræðingi hjá Verkís og svara spurningum úr sal.

Magdalena Filimonow flytur útdrátt á pólsku.

Fundarstjóri verður Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×