Lögreglan Segðu frá – 112 er líka til staðar á netinu Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Skoðun 1.11.2021 11:01 Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi. Innlent 30.10.2021 12:04 Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Innlent 28.10.2021 19:01 Undir stöðugu eftirliti og færðir í dómsal í lögreglubíl með ferðasalerni Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar. Innlent 28.10.2021 13:06 Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun. Innlent 25.10.2021 11:30 Myndasyrpa: Barnsgrátur og brunasár á flugslysaæfingu í Keflavík Fyrsta flugslysæfingin var haldin á Íslandi í fimm ár. Þar var öllu tjaldað til, kveikt í ýmsu braki, sem átti að vera úr flugvél og 150 leikurum, sem léku slaða flugfarþega, komið fyrir víða á stóru svæði við Keflavíkurflugvöll. Innlent 23.10.2021 17:32 Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sparkað í lögreglumann Maður var dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir brot gegn valdastjórninni Héraðsdómi Reykjaness í gær. Manninum var gefið að sök að hafa sparkað í lögreglumann og þar að auki sparkað í fætur fangavarðar á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Innlent 23.10.2021 13:21 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. Innlent 21.10.2021 13:47 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. Innlent 21.10.2021 10:43 Lögregla hefur enga heimild til þess að loka síðum sem geyma hatursorðræðuefni Lögregla hefur enga heimild til þess að haldleggja efni eða loka síðum sem geyma efni sem flokkast undir hatursorðræðu. Varaþingmaður segir tíma til kominn að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Innlent 17.10.2021 19:18 Þyngra en tárum taki Fimmtán ára gömul, árið 1975, kærði Hellen Linda Drake stjúpföður sinn, þáverandi lögreglumann, fyrir kynferðibrot, ásamt yngri systur sinni. Skoðun 15.10.2021 16:31 Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. Innlent 13.10.2021 08:40 „Við skjótum allar þessar fokking löggur“ Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Innlent 6.10.2021 11:13 Þau sækjast eftir stöðu samskiptastjóra ríkislögreglustjóra Alls sóttu 33 um stöðu samskiptastjóra embættis ríkislögreglustjóra sem auglýst var til umsóknar í lok ágústmánaðar. Innlent 5.10.2021 18:09 Dæmd fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglumann sem var við skyldustörf í júlí 2020. Innlent 4.10.2021 12:40 Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit laus allra mála Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni ákæruvaldsins í máli lögreglumanns sem var sýknaður af ákæru um stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Innlent 27.9.2021 14:35 Svona virka nýjar meðalhraðamyndavélar Samgönguráðuneytið hefur veitt lögreglu heimild til að styðjast við nýjar hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á löngum vegarkafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðalakstur verður háttað. Innlent 23.9.2021 20:30 Umboðsmaður leggur til gjafsókn fyrir foreldra Heklu Lindar Umboðsmaður Alþingi hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum Heklu Lindar Jónsdóttur verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Innlent 15.9.2021 15:01 Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Innlent 8.9.2021 23:00 Ekkert sem bendir til að verklagi lögreglu hafi ekki verið fylgt Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð. Innlent 30.8.2021 07:52 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. Innlent 27.8.2021 16:24 Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. Innlent 27.8.2021 06:17 Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða. Innlent 18.8.2021 09:01 Lögregla býr sig undir átök Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi. Innlent 17.8.2021 19:45 Skoða ekki persónuleg samskipti lögreglumanna „um daginn og veginn“ Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ritað öllum lögreglumönnum í landinu bréf þar sem áréttað er að nefndin hlusti ekki eftir persónulegum samskiptum á milli lögreglumann „um daginn og veginn“ þegar nefndin skoðar efni úr búkmyndavélum lögreglumannna vegna kvartana yfir störfum þeirra. Innlent 17.8.2021 17:59 Þingið verði að bregðast hratt við berist viðvörunarorð frá lögreglu vegna sjálfvirkra skotvopna Þingmaður segir aukinn innflutning á sjálfvirkum skotvopnum vekja óhug. Þingmenn verði að hlusta á lögregluna og bregðast hratt við ef viðvörunarorð berist frá henni vegna fjölda sjálfvirkra vopna á Íslandi. Innlent 13.8.2021 20:01 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. Innlent 11.8.2021 20:36 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. Innlent 10.8.2021 19:47 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Innlent 9.8.2021 19:46 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. Innlent 23.7.2021 16:08 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 39 ›
Segðu frá – 112 er líka til staðar á netinu Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Skoðun 1.11.2021 11:01
Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi. Innlent 30.10.2021 12:04
Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Innlent 28.10.2021 19:01
Undir stöðugu eftirliti og færðir í dómsal í lögreglubíl með ferðasalerni Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar. Innlent 28.10.2021 13:06
Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun. Innlent 25.10.2021 11:30
Myndasyrpa: Barnsgrátur og brunasár á flugslysaæfingu í Keflavík Fyrsta flugslysæfingin var haldin á Íslandi í fimm ár. Þar var öllu tjaldað til, kveikt í ýmsu braki, sem átti að vera úr flugvél og 150 leikurum, sem léku slaða flugfarþega, komið fyrir víða á stóru svæði við Keflavíkurflugvöll. Innlent 23.10.2021 17:32
Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sparkað í lögreglumann Maður var dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir brot gegn valdastjórninni Héraðsdómi Reykjaness í gær. Manninum var gefið að sök að hafa sparkað í lögreglumann og þar að auki sparkað í fætur fangavarðar á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Innlent 23.10.2021 13:21
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. Innlent 21.10.2021 13:47
Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. Innlent 21.10.2021 10:43
Lögregla hefur enga heimild til þess að loka síðum sem geyma hatursorðræðuefni Lögregla hefur enga heimild til þess að haldleggja efni eða loka síðum sem geyma efni sem flokkast undir hatursorðræðu. Varaþingmaður segir tíma til kominn að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Innlent 17.10.2021 19:18
Þyngra en tárum taki Fimmtán ára gömul, árið 1975, kærði Hellen Linda Drake stjúpföður sinn, þáverandi lögreglumann, fyrir kynferðibrot, ásamt yngri systur sinni. Skoðun 15.10.2021 16:31
Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. Innlent 13.10.2021 08:40
„Við skjótum allar þessar fokking löggur“ Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Innlent 6.10.2021 11:13
Þau sækjast eftir stöðu samskiptastjóra ríkislögreglustjóra Alls sóttu 33 um stöðu samskiptastjóra embættis ríkislögreglustjóra sem auglýst var til umsóknar í lok ágústmánaðar. Innlent 5.10.2021 18:09
Dæmd fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglumann sem var við skyldustörf í júlí 2020. Innlent 4.10.2021 12:40
Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit laus allra mála Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni ákæruvaldsins í máli lögreglumanns sem var sýknaður af ákæru um stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Innlent 27.9.2021 14:35
Svona virka nýjar meðalhraðamyndavélar Samgönguráðuneytið hefur veitt lögreglu heimild til að styðjast við nýjar hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á löngum vegarkafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðalakstur verður háttað. Innlent 23.9.2021 20:30
Umboðsmaður leggur til gjafsókn fyrir foreldra Heklu Lindar Umboðsmaður Alþingi hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum Heklu Lindar Jónsdóttur verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Innlent 15.9.2021 15:01
Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Innlent 8.9.2021 23:00
Ekkert sem bendir til að verklagi lögreglu hafi ekki verið fylgt Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð. Innlent 30.8.2021 07:52
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. Innlent 27.8.2021 16:24
Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. Innlent 27.8.2021 06:17
Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða. Innlent 18.8.2021 09:01
Lögregla býr sig undir átök Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi. Innlent 17.8.2021 19:45
Skoða ekki persónuleg samskipti lögreglumanna „um daginn og veginn“ Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ritað öllum lögreglumönnum í landinu bréf þar sem áréttað er að nefndin hlusti ekki eftir persónulegum samskiptum á milli lögreglumann „um daginn og veginn“ þegar nefndin skoðar efni úr búkmyndavélum lögreglumannna vegna kvartana yfir störfum þeirra. Innlent 17.8.2021 17:59
Þingið verði að bregðast hratt við berist viðvörunarorð frá lögreglu vegna sjálfvirkra skotvopna Þingmaður segir aukinn innflutning á sjálfvirkum skotvopnum vekja óhug. Þingmenn verði að hlusta á lögregluna og bregðast hratt við ef viðvörunarorð berist frá henni vegna fjölda sjálfvirkra vopna á Íslandi. Innlent 13.8.2021 20:01
Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. Innlent 11.8.2021 20:36
Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. Innlent 10.8.2021 19:47
180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Innlent 9.8.2021 19:46
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. Innlent 23.7.2021 16:08