Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 07:00 Dagný Maggýjar er einn íbúa fjölbýlishússins þar sem innbrotið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira
Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira