Innlent

Banda­ríkja­maður beit lög­reglu­mann á Hverfis­götu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn beit lögreglumanninn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. 
Maðurinn beit lögreglumanninn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.  Vísir/Vilhelm

Bandarísku karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum, reyna að bíta lögreglumann og fyrir að bíta annan lögreglumann. Lögreglumaðurinn sem var bitinn hlaut yfirborðsáverka. 

Ekki tókst að birta manninum ákæruna og því var hún birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Hann er kvaddur til að koma fyrir dóm en sæki hann ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brotin. 

Maðurinn er ákærður fyrir þrjú brot sem öll áttu sér stað þriðjudaginn 5. október árið 2021. Það fyrsta var þegar hann hótaði fjórum lögreglumönnum ofbeldi og líkamsmeiðingum er hann var staddur á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Þá reyndi hann að bíta einn lögreglumannanna. 

Stuttu síðar þegar búið var að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu tókst honum að bíta einn lögreglumannanna í hægri fótlegginn. Lögreglumaðurinn hlaut yfirborðsáverka við bitið. 

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×