Innlent

Helgi Jens­son hefur störf sem lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Helgi er fyrir miðju á myndinni en Jónatan Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn til hægri og Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn til vinstri.
Helgi er fyrir miðju á myndinni en Jónatan Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn til hægri og Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn til vinstri. Lögreglan á Vestfjörðum

Helgi Jensson hefur hafið störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum. Hann er skipaður í starfið frá 1. janúar 2013 en tilkynning var gefin út um skipunina fyrir jól, þar sem greint var frá því að hann hefði verið valinn úr hópi sex umsækjenda.

Helgi hefur verið boðinn velkominn til starfa á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum og af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Aðsetur hans verður á Ísafirði.

Helgi er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1996. Hann starfaði um langt skeið hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum á Seyðisfirði. Þá starfaði hann hjá sýslumanninum á Eskifirði frá 2006 til 2014.

Frá árinu 2015 hefur Helgi gengt stöðu aðstoðarsaksóknara og staðgengils lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að hafa verið settur sýslumaður í nokkur skipti og settur héraðsdómari á Austurlandi.

Karl Ingi Vilbergsson lét af störfum sem lögreglustjóri á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Skipaður lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum

Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×