„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 17:40 Þórunn Sveinbjarnardóttur finnst óásættanlegt að Jón Gunnarsson hafi ekki rætt áform sín um að heimila rafbyssunotkun lögreglu við félaga sína innan ríkisstjórnar áður en sú ákvörðun var tekin. Umboðsmaður Alþingis setur einnig spurningamerki við þau vinnubrögð ráðherra. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. Frá spurningunum umboðsmanns er greint á vef embættisins. Þar segir að í bréfi umboðsmanns til ráðherra í gær hafi verið bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af því er ráðherra beðinn um að skýra frá ýmsu sem tengist aðdraganda þess að lögreglu var heimiluð notkun rafbyssa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þinmaður Samfylkingarinnar, fylgdi málinu eftir á Alþingi í dag og vísar til fyrrgreindrar fyrirspurnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þessi ákvörðun flokkast alveg örugglega undir stjórnarmálefni sem eiga heima á ríkisstjórnarfundi, til umræðu þar og samráðs. Ég velti fyrir mér hvert þetta gæti leitt, af því að ef hægt er að leyfa rafbyssur með þessum hætti þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.“ Dómsmálaráðherra og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra voru gestir á fundi allsherjar- og menntamálanefnd í dag þar sem Jón sagði að það hafi staðið til lengi að breyta reglunum. Þá hafi Alþingi fyrir mörgum árum í raun veitt ráðherra heimild til að breyta reglunum og reglur um notkun rafbyssa lengi verið í gildi, þó sú heimild hafi ekki verið nýtt. Í síðustu viku var upplýst um að dómsmálaráðherra hafi undirritað reglugerðina skömmu fyrir áramót, sem vakti athygli þar sem ráðherra greindi frá fyrirætlunum sínum um rafbyssuvæðinguna 30. desember. Strax í kjölfarið lýstu þingmenn innan Vinstri grænna því að tíðindin hafi komið sér á óvart. Meiri umræða þyrfti að eiga sér stað áður en ákvörðun um rafbyssurnar væri tekin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og óskar þess að Jón upplýsi um hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar. Umboðsmaður vill einnig vita hvenær Jón hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum og hvenær reglurnar voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. Einnig er óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum. Loks óskar umboðsmaður þess að ráðherra skýri hvort og á grundvelli hvaða mats hann telji óþarft að bera málið upp á ríkisstjórnarfundi og vísar þar bæði til laga um Stjórnarráð Íslands og 17. gr stjórnarskránnar þar sem segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Svars er óskað „með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar,“ eins og það er orðað á vef embættisins. Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Frá spurningunum umboðsmanns er greint á vef embættisins. Þar segir að í bréfi umboðsmanns til ráðherra í gær hafi verið bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af því er ráðherra beðinn um að skýra frá ýmsu sem tengist aðdraganda þess að lögreglu var heimiluð notkun rafbyssa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þinmaður Samfylkingarinnar, fylgdi málinu eftir á Alþingi í dag og vísar til fyrrgreindrar fyrirspurnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þessi ákvörðun flokkast alveg örugglega undir stjórnarmálefni sem eiga heima á ríkisstjórnarfundi, til umræðu þar og samráðs. Ég velti fyrir mér hvert þetta gæti leitt, af því að ef hægt er að leyfa rafbyssur með þessum hætti þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.“ Dómsmálaráðherra og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra voru gestir á fundi allsherjar- og menntamálanefnd í dag þar sem Jón sagði að það hafi staðið til lengi að breyta reglunum. Þá hafi Alþingi fyrir mörgum árum í raun veitt ráðherra heimild til að breyta reglunum og reglur um notkun rafbyssa lengi verið í gildi, þó sú heimild hafi ekki verið nýtt. Í síðustu viku var upplýst um að dómsmálaráðherra hafi undirritað reglugerðina skömmu fyrir áramót, sem vakti athygli þar sem ráðherra greindi frá fyrirætlunum sínum um rafbyssuvæðinguna 30. desember. Strax í kjölfarið lýstu þingmenn innan Vinstri grænna því að tíðindin hafi komið sér á óvart. Meiri umræða þyrfti að eiga sér stað áður en ákvörðun um rafbyssurnar væri tekin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og óskar þess að Jón upplýsi um hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar. Umboðsmaður vill einnig vita hvenær Jón hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum og hvenær reglurnar voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. Einnig er óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum. Loks óskar umboðsmaður þess að ráðherra skýri hvort og á grundvelli hvaða mats hann telji óþarft að bera málið upp á ríkisstjórnarfundi og vísar þar bæði til laga um Stjórnarráð Íslands og 17. gr stjórnarskránnar þar sem segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Svars er óskað „með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar,“ eins og það er orðað á vef embættisins.
Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira