Fjallabyggð mátti aflífa Kasper Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2023 11:45 Að sögn lögreglu mátu dýralæknar og dýraeftirlitsmaður það svo að aflífa þyrfti hundinn Kasper eftir að hann beit 87 ára gamlan mann alvarlega í hendina. Samsett/Vísir Ákvörðun Fjallabyggðar um að láta aflífa hundinn Kasper, eftir að hann beit mann, í sumar, var í samræmi við valdheimildir sveitarfélagsins. Eigendur Kaspers vildu að ákvörðun sveitarfélagsins um að aflífa Kasper yrði úrskurðuð ógild. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum sem tók málið fyrir eftir að eigendur Kaspers kærðu ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aflífa hundinn. Nokkuð var fjallað um málið í sumar. Daginn eftir að Kasper beit mann á Siglufirði var hann tekinn af eigendum sínum. Örfáum klukkustundum síðar var búið að aflífa hann. Eigendur hans gagnrýndu málsmeðferðina mjög í viðtali við Vísi. Í úrskurðinum er vísað í lögregluskýrslu vegna málsins þar sem fram kemur að lögregla hafði samband við skráðan eiganda hundsins og tjáði honum að samkvæmt reglum um hundahald í Fjallabyggð yrði að fjarlægja hundinn af heimilinu og koma í vörslu hundaeftirlitsmanns. Síðan yrði metið hvort hundurinn yrði aflífaður. Starfsmenn töldu Kasper stórhættulegan en eigandinn sagði hundinn hafa verið stimplaðan sem slíkur Var hundurinn síðan sóttur af varðstjóra og starfsmönnum Fjallabyggðar. Fram kemur í skýrslu lögreglu að starfsmenn sveitarfélagsins kváðust þekkja til hundsins og sögðu hann stórhættulegan. Nágrannar hundsins þyrðu ekki að hengja föt út á snúru og börn ekki leika sér nálægt þar sem það væru allir hræddir við hann. Eigandinn benti þó á móti að ekki hafi áður verið kvartað undan hundinum og að einhvers konar orðrómur hafi orðið til þess að Kasper hafi verið stimplaður sem stórhættulegur hundur. Farið var með Kasper til Akureyrar þar sem dýralæknir skoðaði hann. Var í framhaldi tekin ákvörðun um að lóga hundinum í samræmi við ákvæði í samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu, sem heimilar það að aflífa megi hunda séu þeir metnir hættulegir, í samráði við dýralækni. Í lögregluskýrslu er rakið að hundurinn hafi verið tekinn af eigandanum í samráði við hann og boðað um leið að ákvörðun yrði tekin um hvort hundurinn yrði aflífaður. Taldi að aðeins ætti að geyma hundinn í bili Svo virðist sem að eigandinn, sem er frá Rúmeníu og bar fyrir sig takmarkaðri kunnáttu í íslensku, hafi túlkað það sem svo að til stæði að geyma hundinn, að framkvæmt yrði svokallað atferlismat á honum og í framhaldi tekin ákvörðun eftir að fjölskyldunni gæfist kostur á að koma sínum sjónarmiðum að. Í úrskurði nefndarinnar segir þó að þessum viðhorfum hafi eigandinn hvorki lýst fyrir lögreglu né starfsmönnum Fjallabyggðar svo séð verði af málsgögnum. Þá hafi ekkert verið bókað í lögregluskýrslu um hvort tungumálaörðugleikar hafi hamlað samskiptum. Tekið er þó fram að sveitarfélaginu sé ekki skylt að útvega túlk í samskiptum við íbúa. Af hálfu eiganda var því haldið fram að skylt hafi verið að framkvæma svokallað skapgerðarmat á hundinum. Ekkert er þó fjallað um slíkt mat í samþykkt um hundahald í Fjallabyggð. Þá liggi fyrir að, bæði í skýrslu lögreglu og skýrslu dýralækna, sem liggja fyrir í málinu, að það hafi verið sameiginleg ákvörðun lögreglustjóra og hundaeftirlitsmanns að aflífa hundinn svo sem gert er ráð fyrir í samþykktinni. Telur nefndin því að Fjallabyggð hafi starfað innan þeirra valdheimilda sem umrædd samþykkt markar. Þó bendir nefndin á að til greina hefði komið að fresta því að aflífa hundinn uns unnt væri að skoða hundinn nánar og jafnvel leita frekari sjónarmiða, enda ljóst að engin hætta stafaði af hundinum eftir að hann hafði verið fangaður í búr. Telur nefndin að eigendum hafi ekki verið leiðbeint um að unnt hefði verið að óska frestunar réttaráhrifa fyrir kærustjórnvaldi. Bendir nefndin þó á að vandséð sé að það hefði leitt til annarrar niðurstöðu en raunin varð. Fjallabyggð Dýr Stjórnsýsla Lögreglan Gæludýr Hundar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum sem tók málið fyrir eftir að eigendur Kaspers kærðu ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aflífa hundinn. Nokkuð var fjallað um málið í sumar. Daginn eftir að Kasper beit mann á Siglufirði var hann tekinn af eigendum sínum. Örfáum klukkustundum síðar var búið að aflífa hann. Eigendur hans gagnrýndu málsmeðferðina mjög í viðtali við Vísi. Í úrskurðinum er vísað í lögregluskýrslu vegna málsins þar sem fram kemur að lögregla hafði samband við skráðan eiganda hundsins og tjáði honum að samkvæmt reglum um hundahald í Fjallabyggð yrði að fjarlægja hundinn af heimilinu og koma í vörslu hundaeftirlitsmanns. Síðan yrði metið hvort hundurinn yrði aflífaður. Starfsmenn töldu Kasper stórhættulegan en eigandinn sagði hundinn hafa verið stimplaðan sem slíkur Var hundurinn síðan sóttur af varðstjóra og starfsmönnum Fjallabyggðar. Fram kemur í skýrslu lögreglu að starfsmenn sveitarfélagsins kváðust þekkja til hundsins og sögðu hann stórhættulegan. Nágrannar hundsins þyrðu ekki að hengja föt út á snúru og börn ekki leika sér nálægt þar sem það væru allir hræddir við hann. Eigandinn benti þó á móti að ekki hafi áður verið kvartað undan hundinum og að einhvers konar orðrómur hafi orðið til þess að Kasper hafi verið stimplaður sem stórhættulegur hundur. Farið var með Kasper til Akureyrar þar sem dýralæknir skoðaði hann. Var í framhaldi tekin ákvörðun um að lóga hundinum í samræmi við ákvæði í samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu, sem heimilar það að aflífa megi hunda séu þeir metnir hættulegir, í samráði við dýralækni. Í lögregluskýrslu er rakið að hundurinn hafi verið tekinn af eigandanum í samráði við hann og boðað um leið að ákvörðun yrði tekin um hvort hundurinn yrði aflífaður. Taldi að aðeins ætti að geyma hundinn í bili Svo virðist sem að eigandinn, sem er frá Rúmeníu og bar fyrir sig takmarkaðri kunnáttu í íslensku, hafi túlkað það sem svo að til stæði að geyma hundinn, að framkvæmt yrði svokallað atferlismat á honum og í framhaldi tekin ákvörðun eftir að fjölskyldunni gæfist kostur á að koma sínum sjónarmiðum að. Í úrskurði nefndarinnar segir þó að þessum viðhorfum hafi eigandinn hvorki lýst fyrir lögreglu né starfsmönnum Fjallabyggðar svo séð verði af málsgögnum. Þá hafi ekkert verið bókað í lögregluskýrslu um hvort tungumálaörðugleikar hafi hamlað samskiptum. Tekið er þó fram að sveitarfélaginu sé ekki skylt að útvega túlk í samskiptum við íbúa. Af hálfu eiganda var því haldið fram að skylt hafi verið að framkvæma svokallað skapgerðarmat á hundinum. Ekkert er þó fjallað um slíkt mat í samþykkt um hundahald í Fjallabyggð. Þá liggi fyrir að, bæði í skýrslu lögreglu og skýrslu dýralækna, sem liggja fyrir í málinu, að það hafi verið sameiginleg ákvörðun lögreglustjóra og hundaeftirlitsmanns að aflífa hundinn svo sem gert er ráð fyrir í samþykktinni. Telur nefndin því að Fjallabyggð hafi starfað innan þeirra valdheimilda sem umrædd samþykkt markar. Þó bendir nefndin á að til greina hefði komið að fresta því að aflífa hundinn uns unnt væri að skoða hundinn nánar og jafnvel leita frekari sjónarmiða, enda ljóst að engin hætta stafaði af hundinum eftir að hann hafði verið fangaður í búr. Telur nefndin að eigendum hafi ekki verið leiðbeint um að unnt hefði verið að óska frestunar réttaráhrifa fyrir kærustjórnvaldi. Bendir nefndin þó á að vandséð sé að það hefði leitt til annarrar niðurstöðu en raunin varð.
Fjallabyggð Dýr Stjórnsýsla Lögreglan Gæludýr Hundar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira