England

Fréttamynd

Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum

Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins.

Erlent
Fréttamynd

Solskjær látinn fara frá Man. United

Ole Gunnar Solskjær hefur verið leystur frá störfum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mennirnir fjórir látnir lausir

Mennnirnir fjórir sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkaárásina í Liverpool á Englandi á sunnudag hafa nú verið leystir úr haldi en lögregla segir þá hafa veitt skýr svör við spurningum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Kane orðinn markahæsti landsliðsmaður Englendinga

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi ef aðeins eru talin mörk skoruð í keppnisleikjum. Kane skoraði þrennu í 5-0 sigri Englendinga gegn Albaníu í undankeppni HM 2022.

Fótbolti
Fréttamynd

Lestir skullu saman á Eng­landi

Tvær lestir skullu saman á milli bæjanna Andover og Salisbury á Englandi í kvöld. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang en litlar upplýsingar liggja fyrir um slys á fólki, lögregla hefur þó gefið út að enginn hafi látist.

Erlent
Fréttamynd

Hestur hljóp á lögreglubíl

Lögregluþjónum brá heldur betur í brún þegar þeir voru kallaðir út vegna hests sem gekk laus í úthverfi London í gærmorgun. Þegar þeir mættu á vettvang kom hesturinn hlaupandi úr myrkrinu og hljóp á bíl þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Enn ekkert nýtt í máli Gylfa

Talskona lögreglunnar í Manchester á Bretlandi segir enn engar fregnir hafa borist um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns. Gylfi er laus gegn tryggingu en það fyrirkomulag rann út á laugardag og taka átti ákvörðun í máli hans sama dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur

Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug.

Enski boltinn
Fréttamynd

Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox

Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær.

Erlent
Fréttamynd

Enn ekki búið að taka á­kvörðun í máli Gylfa

Lögreglan í Manchester hefur enn ekki tekið ákvörðun hvort Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verði ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, hvort hann verði áfram laus gegn tryggingu eða hvort mál hans verði látið niður falla.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle komið í eigu Sádi-Araba

Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár.

Enski boltinn