Erlent

Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Bucking­ham-höll

Atli Ísleifsson skrifar
Karl III Bretlandskonungur heilsar upp á fólk fyrir utan Buckingham-höll.
Karl III Bretlandskonungur heilsar upp á fólk fyrir utan Buckingham-höll. AP

Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13.

Konungshjónin mættu til hallarinnar eftir að hafa komið með flugvél frá Aberdeen í Skotlandi, en þau höfðu varið nóttinni í Balmoral-kastala þar sem Elísabet II Bretadrottning lést síðdegis í gær.

Karl og Kamilla virtu fyrir sér blómahafið við höllina og tóku í höndina á fjölda fólks sem hafði þar safnast saman. Heyrðist í einhverjum hrópa „Lengi lifi konungurinn!“

Sjá má myndband af komu konungs og eiginkonu hans og þar sem þau heilsa upp á fólk fyrir utan Buckingham-höll í myndbandinu að neðan. 

Karl mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur klukkan 17 í dag.

Karl og Kamilla fyrir utan Buckingham-höll.AP

Gríðarlegur fjöldi blómvanda er nú að finna fyrir utan hlið Buckingham-hallar.AP

Karl konungur kom til Lundúna frá Skotlandi um hádegisbil.

Karl III konungur fyrir utan Buckinghahöll.AP

Tengdar fréttir

Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést

Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést.

Vaktin: Karl er kominn í Bucking­ham-höll

Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er  nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×