Erlent

Mikill við­búnaður við EM-torgið í Manchester eftir al­var­legt slys

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mynd úr safni af lögreglubíl í Bretlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd úr safni af lögreglubíl í Bretlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Kypros

Nokkrir sjúkrabílar og lögreglubílar eru nú við EM-torgið nærri Piccadilly Gardens í Manchester. Samkvæmt vitnum keyrði strætisvagn á strætóskýli þar sem að minnsta kosti fjórir einstaklingar voru.

Manchester Evening News greinir frá en í umfjöllun þeirra kemur fram að tæplega tvö hundruð manns hafi verið vitni af slysinu. Verið sé að hlúa að tveimur einstaklingum sem eru alvarlega slasaðir en alls slösuðust fjórir einstaklingar.

Fjöldi Íslendinga eru í Manchester en í dag fór fram leikur Íslands og Belgíu á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Leikurinn fór fram í Manchester en torgið við slysstað hefur verið gert að aðdáendasvæði og hægt að hita upp fyrir leiki þar.

Fréttablaðið ræddi við sjónarvott sem segir að torgið hafi skyndilega tæmst og að fólk hafi ekki áttað sig á því hvað væri að gerist. Stuttu seinna kom í ljós að um væri að ræða umferðarslys.

Uppfært kl 22:29:

Í tilkynningu frá slökkviliðinu í Manchester segir að notaðar hafi verið klippur til að fjarlægja einstakling undan strætisvagninum. Einstaklingurinn var síðan sendur á sjúkrahús með sjúkrabíl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×