Píratar

Fréttamynd

Jafnrétti hefur ekki verið náð í Kópavogi

Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur sárs­aukann og á­föllin að baki neyslunni

Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðin er núna!

Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd.

Skoðun
Fréttamynd

Teflon að eilífu

Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða stöðug­leika er ríkis­stjórnin að tala um?

„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um?

Skoðun
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri hengir bakara fyrir smið

Líkt og í samanburðarlöndum hefur verðbólga verið há hér á landi síðustu misseri, en í flestum samanburðarlöndum er farið að rofa til og verðbólga fer hratt lækkandi. Það sama gerist hins vegar ekki hér og við erum enn að glíma við meira en 8% verðbólgu þrátt fyrir að hér séu stýrivextir í hæstu hæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að á­kvörðunin sé til­komin vegna pólitísks þrýstings

Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 

Innlent
Fréttamynd

Stígum öll upp úr skot­gröfunum

Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi á út­sölu

Flest eru afar spenntir fyrir því að gera góð kaup á útsölum, enda fáum við þar oft mun meira fyrir peningana og getum tryggt okkur vörur sem í mörgum tilfellum verða ekki í boði framar. Frelsi er hins vegar ekki söluvara og alls ekki eitthvað sem á heima á útsölu

Skoðun
Fréttamynd

Jón segir upp­lýsinga­ó­reiðu að finna í frum­varpi Andrésar Inga

Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­mál í lausa­gangi hjá um­hverfis­ráð­herra

Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

„Banna hótel­byggingar? Hættu að bulla“

Efna­hags­mál og verð­bólga verða meðal þess sem verður meðal fyrir­ferðar­mestu við­fangs­efna á Al­þingi á þeim þing­vetri sem er fram­undan. Þing kemur saman í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Tími hænu­skrefa er liðinn

Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á því að ganga einungis út frá því að hámarka ágóða óháð öllu öðru stenst einfaldlega ekki tímans tönn. Fyrsta skrefið sem mörg þessara fyrirtækja tóku í átt að ábyrgari viðskiptaháttum var að átta sig á því að það er mikilvægt að huga að siðferði þegar kemur að viðskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Andrés Pírati flytur í næstu götu

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk 14 í Laugarneshverfi í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 87,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Látum þau borða gas­lýsingar

„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“

Skoðun
Fréttamynd

Hætturnar við að stöðva alþjóðavæðingu

Ástæða þessarar greinar er aukning þjóðernispopúlisma og þau slæmu áhrif sem hann hefur á alþjóðavæðinguna út um allan heim. Ég held að mjög margir átti sig hreinilega ekki á því hversu gífurleg áhrif það myndi hafa á líf þeirra ef alþjóðavæðingin myndi stöðvast.

Skoðun