Meiri eftirspurn eftir lausnum en rifrildum um húsnæðismál Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. október 2024 11:02 Ég held að eftirspurnin eftir pólariseringu og rifrildi um húsnæðismálin sé mjög takmörkuð í samfélaginu. Fólk á nóg með sitt í verðbólguhlöðnu heimilisbókhaldinu að ég tali ekki um þegar hentugt húsnæði vantar. Óskandi væri ef umræðan gæti hafið sig yfir skotgrafir stjórnmálanna þar sem staðreyndir drukkna í upphrópunum sem snúast stundum meira um von um fylgisaukningu eða sérhagsmuni en að leysa málin. Áður en ég geri grein fyrir hugmyndum um lausnir ætla ég að afgreiða eitt: Er þétting byggðar eða vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins vandinn? Nei. Fyrir samfélagið er fimmfalt dýrara að dreifa byggð en að þétta byggð. Þétt byggð dregur líka úr ferðalögum og mengun sem er sparnaður og aukin lífsgæði fyrir heimilin. Ódýrari lóðir í dreifðri byggð þjóna stífri arðsemiskröfu uppbyggingaraðila meira en almenningi enda seljast íbúðir alltaf á markaðsverði. Þess fyrir utan er pláss fyrir 57.000 íbúðir innan núverandi vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins sem dugar vel fyrir þörfinni næstu ár. Ef við lítum á staðreyndirnar þá er staðan sannarlega sú að til staðar eru lóðir með samþykktum byggingarheimildum sem fara ekki í uppbyggingu vegna þess að fjármagn fæst ekki eða lánskjörin eru svo vond að uppbyggingin telst ekki borga sig fyrir uppbyggingaraðila. Leiðir til að styðja við örugga fjármögnun húsnæðis myndu skipta hér máli. Styðjum við aukna uppbyggingu sem heldur sjó jafnvel í verðbólgustormi líkt og nú. Nýtum lífeyrissjóðina betur til húsnæðisuppbyggingar. Rýmkaðar heimildir sem heimila lífeyrissjóðum meiri aðkomu að uppbyggingu leiguhúsnæðis eru jákvæðar og mætti þó ganga enn lengra og heimila lífeyrissjóðum enn meiri þátttöku í fjármögnun húsnæðis inn á almenna markaðinn. Lífeyrissjóðirnir eru eign almennings og það er í hag almennings að ýta undir húsnæðisuppbyggingu og stemma stigu við háum húsnæðiskostnaði. Aukum uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga með stofnframlögum. Ég myndi sjálf vilja sjá athugun á möguleikum opinberra aðila til að standa fyrir meiri uppbyggingu, jafnvel fyrir almenna markaðinn. Hið opinbera á jú hlutverki að gegna þegar markaðsbrestur verður og það er einfaldlega staðan sem við stöndum frammi fyrir á húsnæðismarkaði. Við vitum að framleiðni í byggingariðnaði er lægri á Íslandi en í nágrannalöndum, meðal annars vegna hagsveiflunnar þar sem verktakar verða að sníða stakk eftir vexti og draga saman og bæta í þegar verkefnum fjölgar og fækkar. Það grefur undan framleiðninni. Í því samhengi þyrfti að tala meira um gjaldmiðilinn okkar og örugga hagstjórn. Það getur þess fyrir utan varla talist sanngjarnt að stór fyrirtæki geti gert upp í erlendri mynt og varið sig gegn hagsveiflunni og eignafólk græði á innlánsvöxtum sem aldrei fyrr á meðan almenningur standi eftir berskjaldaður með sín bólgnu lán. Þak yfir höfuðið eru mannréttindi. Lög og reglur verða að ganga í takt við þá sýn og veita aðhald gegn því að farið sé með húsnæði eins og spilapeninga í Monopoly en enn vantar upp á þetta hér á Íslandi. Um 16% fullbúinna íbúða í Reykjavík eru ekki með neina lögheimilisskráningu. Það hefur verið of mikið svigrúm til að halda íbúðum af markaði til notkunar í skammtímagistingu jafnvel með það fyrir sjónum að bíða þar til enn hærri verð fást á markaði. Hækkun vaxta Seðlabankans fór samhliða fjölgun þeirra íbúða sem auglýstar voru til sölu. Það vitnar um að líklega er framleitt inn í lager sem svo gengur út þegar aðstæður breytast. Á Íslandi eru ekki nægir hvatar til þess að íbúðir séu nýttar sem heimili en í nágrannalöndunum eru ákvæði um slíkt eins og lögheimilisskylda, hvatar til að nýta skammtímaleiguíbúðir til langtímabúsetu eða hærri fasteignagjöld á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu. Aukið eftirlit með skammtímagistingu er líka mikilvægt. Eftir þrýsting frá okkur í meirihlutanum í Reykjavík var heimild til heilsársgististarfsemi í íbúðabyggð aftur takmörkuð snemma í vor sem er frábært. Sú heimild var sett inn í reglugerð árið 2018 sem takmarkaði tól og tæki sveitarfélaga til að stýra gististarfsemi innan sinna marka og hef ég persónulega fjallað um þetta ítrekað á opinberum vettvangi. Styrkjum réttindastöðu leigjenda. Það þarf að gera fólki kleift að njóta langtímaleigusamninga í auknum mæli svo óöryggi um framtíðina bætist ekki ofan á leiguverðin. Að sjálfsögðu má ekki vöntun lóða sporna við húsnæðisuppbyggingu en það er heldur ekki staðan í dag. Við í Reykjavík erum í húsnæðisátaki sem snýr meðal annars að því að fjölga minni lóðum til að gera minni verktökum kleift að fara af stað með uppbyggingu en það er engan veginn jafnvægi milli þess hve mikið pláss sá þáttur fær í umræðunni um húsnæðismál miðað við aðrar lausnir sem eru mögulegar og gætu skipt verulegu máli. Aðrar lausnir þjóna þó almannahag meira en sérhagsmunum og kannski er það þess vegna sem þær njóta ekki hljómgrunns sérhagsmunasinna? Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og tekur þátt í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Húsnæðismál Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Sjá meira
Ég held að eftirspurnin eftir pólariseringu og rifrildi um húsnæðismálin sé mjög takmörkuð í samfélaginu. Fólk á nóg með sitt í verðbólguhlöðnu heimilisbókhaldinu að ég tali ekki um þegar hentugt húsnæði vantar. Óskandi væri ef umræðan gæti hafið sig yfir skotgrafir stjórnmálanna þar sem staðreyndir drukkna í upphrópunum sem snúast stundum meira um von um fylgisaukningu eða sérhagsmuni en að leysa málin. Áður en ég geri grein fyrir hugmyndum um lausnir ætla ég að afgreiða eitt: Er þétting byggðar eða vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins vandinn? Nei. Fyrir samfélagið er fimmfalt dýrara að dreifa byggð en að þétta byggð. Þétt byggð dregur líka úr ferðalögum og mengun sem er sparnaður og aukin lífsgæði fyrir heimilin. Ódýrari lóðir í dreifðri byggð þjóna stífri arðsemiskröfu uppbyggingaraðila meira en almenningi enda seljast íbúðir alltaf á markaðsverði. Þess fyrir utan er pláss fyrir 57.000 íbúðir innan núverandi vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins sem dugar vel fyrir þörfinni næstu ár. Ef við lítum á staðreyndirnar þá er staðan sannarlega sú að til staðar eru lóðir með samþykktum byggingarheimildum sem fara ekki í uppbyggingu vegna þess að fjármagn fæst ekki eða lánskjörin eru svo vond að uppbyggingin telst ekki borga sig fyrir uppbyggingaraðila. Leiðir til að styðja við örugga fjármögnun húsnæðis myndu skipta hér máli. Styðjum við aukna uppbyggingu sem heldur sjó jafnvel í verðbólgustormi líkt og nú. Nýtum lífeyrissjóðina betur til húsnæðisuppbyggingar. Rýmkaðar heimildir sem heimila lífeyrissjóðum meiri aðkomu að uppbyggingu leiguhúsnæðis eru jákvæðar og mætti þó ganga enn lengra og heimila lífeyrissjóðum enn meiri þátttöku í fjármögnun húsnæðis inn á almenna markaðinn. Lífeyrissjóðirnir eru eign almennings og það er í hag almennings að ýta undir húsnæðisuppbyggingu og stemma stigu við háum húsnæðiskostnaði. Aukum uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga með stofnframlögum. Ég myndi sjálf vilja sjá athugun á möguleikum opinberra aðila til að standa fyrir meiri uppbyggingu, jafnvel fyrir almenna markaðinn. Hið opinbera á jú hlutverki að gegna þegar markaðsbrestur verður og það er einfaldlega staðan sem við stöndum frammi fyrir á húsnæðismarkaði. Við vitum að framleiðni í byggingariðnaði er lægri á Íslandi en í nágrannalöndum, meðal annars vegna hagsveiflunnar þar sem verktakar verða að sníða stakk eftir vexti og draga saman og bæta í þegar verkefnum fjölgar og fækkar. Það grefur undan framleiðninni. Í því samhengi þyrfti að tala meira um gjaldmiðilinn okkar og örugga hagstjórn. Það getur þess fyrir utan varla talist sanngjarnt að stór fyrirtæki geti gert upp í erlendri mynt og varið sig gegn hagsveiflunni og eignafólk græði á innlánsvöxtum sem aldrei fyrr á meðan almenningur standi eftir berskjaldaður með sín bólgnu lán. Þak yfir höfuðið eru mannréttindi. Lög og reglur verða að ganga í takt við þá sýn og veita aðhald gegn því að farið sé með húsnæði eins og spilapeninga í Monopoly en enn vantar upp á þetta hér á Íslandi. Um 16% fullbúinna íbúða í Reykjavík eru ekki með neina lögheimilisskráningu. Það hefur verið of mikið svigrúm til að halda íbúðum af markaði til notkunar í skammtímagistingu jafnvel með það fyrir sjónum að bíða þar til enn hærri verð fást á markaði. Hækkun vaxta Seðlabankans fór samhliða fjölgun þeirra íbúða sem auglýstar voru til sölu. Það vitnar um að líklega er framleitt inn í lager sem svo gengur út þegar aðstæður breytast. Á Íslandi eru ekki nægir hvatar til þess að íbúðir séu nýttar sem heimili en í nágrannalöndunum eru ákvæði um slíkt eins og lögheimilisskylda, hvatar til að nýta skammtímaleiguíbúðir til langtímabúsetu eða hærri fasteignagjöld á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu. Aukið eftirlit með skammtímagistingu er líka mikilvægt. Eftir þrýsting frá okkur í meirihlutanum í Reykjavík var heimild til heilsársgististarfsemi í íbúðabyggð aftur takmörkuð snemma í vor sem er frábært. Sú heimild var sett inn í reglugerð árið 2018 sem takmarkaði tól og tæki sveitarfélaga til að stýra gististarfsemi innan sinna marka og hef ég persónulega fjallað um þetta ítrekað á opinberum vettvangi. Styrkjum réttindastöðu leigjenda. Það þarf að gera fólki kleift að njóta langtímaleigusamninga í auknum mæli svo óöryggi um framtíðina bætist ekki ofan á leiguverðin. Að sjálfsögðu má ekki vöntun lóða sporna við húsnæðisuppbyggingu en það er heldur ekki staðan í dag. Við í Reykjavík erum í húsnæðisátaki sem snýr meðal annars að því að fjölga minni lóðum til að gera minni verktökum kleift að fara af stað með uppbyggingu en það er engan veginn jafnvægi milli þess hve mikið pláss sá þáttur fær í umræðunni um húsnæðismál miðað við aðrar lausnir sem eru mögulegar og gætu skipt verulegu máli. Aðrar lausnir þjóna þó almannahag meira en sérhagsmunum og kannski er það þess vegna sem þær njóta ekki hljómgrunns sérhagsmunasinna? Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og tekur þátt í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun