Píratar og járnlögmál fámennisstjórna Jóhann Hauksson skrifar 21. október 2024 12:32 Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Skoðun Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Fullyrðingunni hér að ofan er snúið upp á forystu og þingflokk Pírata og er því innan gæsalappa. Hana má rekja til þýsk/ítalska stjórnmálafræðingsins Roberts Michels sem reifaði þessa niðurstöðu sína í bók um lýðræði og skipulagsheildir fyrir um 113 árum síðan. Rannsóknir hans á þýska jafnaðarmannaflokknum og verkalýðshreyfingunni leiddu í ljós að forystan yfir skipulagsheildum eða flokkum hallast á endanum að andlýðræðislegum tilburðum til þess að tryggja sig í sessi og hafa taumhald á endurnýjun innan liðsheildarinnar. Þannig verða stjórnmálaflokkar (og skipulagðar hreyfingar) ofurseldir því sem Michels kallaði járnlögmál fámennisstjórna. Þessi niðurstaða Michels kom upp í hugann þegar forysta Pírata setti upp rannsóknarrétt fyrir nokkrum vikum, skoðaði netsamskipti og rak nýjan samskiptastjóra þingflokksins, Atla Þór Fanndal, sem vann þá að því að afla hreyfingunni nýrra félaga og hvetja þá til dáða. Flokksforystan varð undir í kjöri til framkvæmdasstjórnar og upp úr sauð. Þótt ekki væri nema hluti af neðangreindu satt og rétt væri það samt sem áður alvarlegt og vandræðalegt fyrir flokksforystu Pírata og henni til vansa. (Til haga skal haldið að Atli Þór var til skamms tíma ötull og úrræðagóður framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi undir stjórn sem ég sit í.): „Prófkjör Píratar er hafið. Í framboði er flokksforustan í heild. Fólkið sem barið hefur niður alla starfssemi og nýliðun. Og það er ekki nóg heldur er borgarfulltrúi í framboði sem varaþingkona. Bara svona til þess að það verði alveg örugglega engin nýliðun. Forustan í efstu sætum og forustan í næstu sætum líka. Já og by the way: nýsamþykkt lög flokksins banna þeim sem starfa fyrir hreyfinguna að fara í framboð. En já, borgarfulltrúi að blokka varaþingmannasæti frá nýliðun svona af því bara. Annars gæti einhver komist í þriðja eða fjórða sæti sem finnst óeðlilegt að þingflokkur hnýsist í einkasamtölum starfsmann og annarra Pírata.“ (Atli Fanndal - Facebook) Vel skipulagður kjarni nær langvinnum yfirráðum sagði Michels fyrir meira en öld. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þingkosningar eru á næsta leiti og Píratar efna einir til prófkjörs um efstu sæti listans. Allir aðrir flokkar stilla upp listum og ræður sjálfsagt tímaþröng þar einhverju um. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur og fyrrverandi prófessor skrifaði ágætt rit fyrir 30 árum þar sem hann gagnrýndi meðal annars prófkjör að bandarískri fyrirmynd (Frá flokksræði til persónustjórnmála, 1994). Svanur staldrar við það atriði að stjórnmálaflokkar eigi að auðvelda mönnum að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Flokkar sem greiði fyrir slíkri ábyrgð styrki lýðræðið en hinir veiki það. Svanur telur að með prófkjörum að bandarískri fyrirmynd hafi íslenskir stjórnmálaflokkar afsalað sér valdi yfir frambjóðendum; þeir gegni ekki ábyrgðarstöðum í nafni flokksheildarinnar heldur fái þeir sem einstaklingar umboð sitt í prófkjörum. „Niðurstaðan er skýr: Kjósendur eiga nú mun erfiðara með að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lýðræðið í landinu hefur minnkað.“ Hafi Svanur rétt fyrir sér verður það að kallast neyðarleg gráglettni örlaganna að Píratar einir flokka skuli efna til prófkjörs nú í nafni lýðræðisins. Að þessu sögðu vona ég að forysta Pírata hlaupi ekki aftur á sig, taki þessum skrifum auk þess sem vinsamlegum ábendingum og að þeir finni leiðir til þess að efla lýðræðið í reynd. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar