Miðflokkurinn

Fréttamynd

Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk

Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stórninni enda hefur stjórninn unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða.

Skoðun
Fréttamynd

Banka­sýsla ríkisins, ekki meir

Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram.

Skoðun
Fréttamynd

Að selja fjör­egg

Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri.

Skoðun
Fréttamynd

Nýja Árborg, við elskum þig!

M-listi Miðflokksins bauð fram í fyrsta sinni í sveitarfélaginu Árborg fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem haldnar voru í maí 2018. Við buðum þá fram undir kjörorðinu „Nýtt upphaf í Árborg“, með því var tónninn sleginn fyrir kjörtímabilið sem nú er senn á enda. Nú bjóðum við fram undir kjörorðinu „Nýja Árborg“.

Skoðun
Fréttamynd

Tímaþjófurinn í borginni!

Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Draumur um betri borg

Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­stjóri vaknar í í­búða­lausri borg

Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum.

Skoðun
Fréttamynd

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn

Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Þver­taka fyrir að hafa reynt að stöðva fram­boð Jóhannesar

Miðflokkurinn ákvað að aflýsa félagaprófkjöri á lista frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík í gær. Jóhannes Loftsson, sem hugðist bjóða sig fram fyrir flokkinn, fullyrðir að lög hafi verið brotin með niðurfellingu félagaprófkjörsins. Stjórn flokksins vísar því alfarið á bug.

Innlent
Fréttamynd

Unga fólkið og framtíðin

Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju er þessi hraði vöxtur mögu­legur í Svf. Ár­borg?

Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu.

Skoðun