Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 18:49 Logi Már Einarsson menningarráðherra segir ekki standa til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslenskuna. Vísir/Samsett Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum. Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum.
Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira