Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. mars 2025 12:04 Þorgerður Katrín svaraði óundirbúinni fyrirspurn Sigmundar Davíðs um samskipti Íslands við Bandaríkin og sagði allt gert til að efla og styrkja tengslin. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist hafa rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og óskað eftir samtali við utanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Íslands gerði allt til að efla og styrkja tengslin við Bandaríkin. Þorgerður greindi frá þessu óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í morgun eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hana í löngu máli út í samskipti Íslands við Bandaríkin. „Hvað hefur hæstvirtur ráðherra gert til þess að hafa bein samskipti við Bandaríkin, minna á sérstöðu Íslands í NATO og tvíhliða varnarsamning okkar við Bandaríkin og minna á það að við erum ekki aðilar í Evrópusambandinu og ættum því ekki óvart að lenda með í refsitollum Bandaríkjanna gagnvart ESB?“ spurði Sigmundur. Sigmundur Davíð spurði Þorgerði Katrínu út í samskipti Íslands við Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Hann sagðist spyrja um samskipti við Bandaríkin því áður hafi komið fram að utanríkisráðherra hafi rætt um þau samskipti við fólk í Brussel. „En hefur hæstvirtur utanríkisráðherra rætt samskipti Íslands og Bandaríkjanna við fólkið í Washington? Og þá hverja? Og hvernig hafa þær viðræður gengið?“ spurði Sigmundur svo. Hann spurði síðan hvort utanríkisráðherra hefði haft beint samband við Marco Rubio utanríkisráðherra og Pete Hegseth varnarmálaráðherra. Þá spurði hann einnig hvort forsætisráðherra Íslands hefði rætt við Donald Trump „eins og flestir ef ekki allir forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa gert.“ „Hver hafa samskipti íslenskra stjórnvalda, einkum og sér í lagi hæstvirts utanríkisráðherra og eftir atvikum hæstvirts forsætisráðherra, við stjórnvöld í Bandaríkjunum verið til að tryggja hagsmuni Íslands og minna á sérstöðu okkar í því ástandi sem nú er uppi?“ spurði Sigmundur loks í kjarnaðra máli. Ræddi við Hegseth í Evrópu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra steig næst upp í pontu og þakkaði Sigmundi fyrir fyrirspurnina. Hún sagðist vona að hún skynjaði samstöðu frá Sigmundi í þá veru að varðveita þyrfti og efla samband Íslands við Evrópusambandið, Bretland, Noreg og ekki síst Bandaríkin. Þorgerður segir að þingmenn eigi ekki að tala niður Bandaríkin eða Evrópu.Vísir/Arnar „Og það höfum við einmitt verið að gera,“ sagði Þorgerður og bætti við að hún hafi rætt við Pete Hegseth varnarmálaráðherra en gert það í Evrópu „þó háttvirtum þingmanni líki það kannski illa“. „Það er mikilvægt að finna að það er gagnkvæmt traust og að menn ætla að halda skuldbindingarnar sem eru tengdar varnarsamningnum. Þessar tvær stoðir sem við þekkjum, annars vegar NATO og hins vegar varnarsamningurinn. Við þurfum að rækta þetta,“ sagði Þorgerður. „Það hefur meðal annars sendiráðið í Washington gert og verið í samskiptum við senatora, þingmenn og formann utanríkisnefndar þingsins. Allt til þess að minna á þessi góðu gagnkvæmu samskipti sem hafa verið í áranna rás á milli þessara tveggja ríkja,“ sagði hún. „Það er mikið í húfi“ Þá minnti Þorgerður á að í fyrri forsetatíð Donalds Trump hefðu samskipti Íslands við Bandaríkin eflst og skilningurinn verið mikill. Hún sagðist enga trú hafa á að þar yrði breyting núna. „Hitt er síðan að við þurfum að vera vakandi líka þegar kemur að tollum, bæði frá Bandaríkjunum og líka frá Evrópusambandinu. Við höfum haldið uppi mjög öflugri hagsmunagæslu hvað varðar ESB. Þar ríkir ákveðinn skilningur á því að við erum innan innri markaðarins og þær aðgerðir sem þau munu grípa til munu væntanlega ekki bitna á EES-ríkjunum, það er Liechtenstein, Noregi og Íslandi,“ sagði Þorgerður. „En ég get fullvissað háttvirta þingmenn að við erum að gera allt til þess að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin. Það er mikið í húfi. Ekki síst er það mikilvægt að mínu mati, sem ég hef undirstrikað hér, að ýta undir samstöðuna á þinginu þannig við séum ekki að tala niður Bandaríkin, Evrópusambandið eða Evrópu,“ sagði hún svo. Ánægður að heyra af samtalinu Sigmundur Davíð fór þá aftur upp í pontu til að spyrja Þorgerði öðru sinni. „Ég var ánægður að heyra að hæstvirtur ráðherra hefði átt þó hefði ekki verið nema stutt samtal, hugsanlega einhvers staðar á gangi eða í lyftu, við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Við höfum ekki heyrt af því áður,“ sagði hann. „Ég ítreka engu að síður spurninguna. Hvaða formleg samskipti hafa farið fram við bandarísku ríkisstjórnina, við bandarísk stjórnvöld? Stendur til að bæta þar í? Stendur til að eiga samtal við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og eftir atvikum hvort forsætisráðherrann hæstvirtur tali við forsetann beint?“ spurði hann svo. „Það er mikilvægt að hafa sem mest og tryggust samskipti og formleg,“ bætti hann við. Sigmundur ítrekaði spurningu sína.Vísir/Vilhelm Hefur óskað eftir samtali við Rubio Þá kom að Þorgerði að fara aftur upp í pontu og svara ítrekun Sigmundar. „Samskipti við Bandaríkastjórn er meginverkefni sendiráðsins í Bandaríkjunum nú um stundir og við höfum líka rætt um það að styrkja sendiráðið enn frekar, færa til með áherslu nákvæmlega á þetta,“ sagði Þorgerður. „Ég hef þegar kallað eftir samtali við Rubio eins og fleiri kollegar, einmitt til þess að undirstrika þetta mikilvæga samband,“ bætti hún við. Þá sagði hún Viðreisn hafa kallað eftir því, nokkrum dögum eftir innrás Rússa í Úkraínu, að heildstætt mat yrði gert á því að hvernig væri hægt að láta varnarsamning Íslands við Bandaríkin virka. „Af því það er mikið í húfi að hann virki í raun, í ýmiss konar aðstæðum. Það mat er eftir. Þess vegna vil ég meðal annars flýta stefnunni og stefnumótun um öryggis- og varnarstefnu Íslands,“ sagði Þorgerður svo. Hún myndi senda bréf til allra þingflokka í þá veru að það yrði þverpólitísk sátt í málinu og að allir flokkar kæmu að stefnumótun stefnunnar. Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu NATO Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þorgerður greindi frá þessu óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í morgun eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hana í löngu máli út í samskipti Íslands við Bandaríkin. „Hvað hefur hæstvirtur ráðherra gert til þess að hafa bein samskipti við Bandaríkin, minna á sérstöðu Íslands í NATO og tvíhliða varnarsamning okkar við Bandaríkin og minna á það að við erum ekki aðilar í Evrópusambandinu og ættum því ekki óvart að lenda með í refsitollum Bandaríkjanna gagnvart ESB?“ spurði Sigmundur. Sigmundur Davíð spurði Þorgerði Katrínu út í samskipti Íslands við Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Hann sagðist spyrja um samskipti við Bandaríkin því áður hafi komið fram að utanríkisráðherra hafi rætt um þau samskipti við fólk í Brussel. „En hefur hæstvirtur utanríkisráðherra rætt samskipti Íslands og Bandaríkjanna við fólkið í Washington? Og þá hverja? Og hvernig hafa þær viðræður gengið?“ spurði Sigmundur svo. Hann spurði síðan hvort utanríkisráðherra hefði haft beint samband við Marco Rubio utanríkisráðherra og Pete Hegseth varnarmálaráðherra. Þá spurði hann einnig hvort forsætisráðherra Íslands hefði rætt við Donald Trump „eins og flestir ef ekki allir forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa gert.“ „Hver hafa samskipti íslenskra stjórnvalda, einkum og sér í lagi hæstvirts utanríkisráðherra og eftir atvikum hæstvirts forsætisráðherra, við stjórnvöld í Bandaríkjunum verið til að tryggja hagsmuni Íslands og minna á sérstöðu okkar í því ástandi sem nú er uppi?“ spurði Sigmundur loks í kjarnaðra máli. Ræddi við Hegseth í Evrópu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra steig næst upp í pontu og þakkaði Sigmundi fyrir fyrirspurnina. Hún sagðist vona að hún skynjaði samstöðu frá Sigmundi í þá veru að varðveita þyrfti og efla samband Íslands við Evrópusambandið, Bretland, Noreg og ekki síst Bandaríkin. Þorgerður segir að þingmenn eigi ekki að tala niður Bandaríkin eða Evrópu.Vísir/Arnar „Og það höfum við einmitt verið að gera,“ sagði Þorgerður og bætti við að hún hafi rætt við Pete Hegseth varnarmálaráðherra en gert það í Evrópu „þó háttvirtum þingmanni líki það kannski illa“. „Það er mikilvægt að finna að það er gagnkvæmt traust og að menn ætla að halda skuldbindingarnar sem eru tengdar varnarsamningnum. Þessar tvær stoðir sem við þekkjum, annars vegar NATO og hins vegar varnarsamningurinn. Við þurfum að rækta þetta,“ sagði Þorgerður. „Það hefur meðal annars sendiráðið í Washington gert og verið í samskiptum við senatora, þingmenn og formann utanríkisnefndar þingsins. Allt til þess að minna á þessi góðu gagnkvæmu samskipti sem hafa verið í áranna rás á milli þessara tveggja ríkja,“ sagði hún. „Það er mikið í húfi“ Þá minnti Þorgerður á að í fyrri forsetatíð Donalds Trump hefðu samskipti Íslands við Bandaríkin eflst og skilningurinn verið mikill. Hún sagðist enga trú hafa á að þar yrði breyting núna. „Hitt er síðan að við þurfum að vera vakandi líka þegar kemur að tollum, bæði frá Bandaríkjunum og líka frá Evrópusambandinu. Við höfum haldið uppi mjög öflugri hagsmunagæslu hvað varðar ESB. Þar ríkir ákveðinn skilningur á því að við erum innan innri markaðarins og þær aðgerðir sem þau munu grípa til munu væntanlega ekki bitna á EES-ríkjunum, það er Liechtenstein, Noregi og Íslandi,“ sagði Þorgerður. „En ég get fullvissað háttvirta þingmenn að við erum að gera allt til þess að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin. Það er mikið í húfi. Ekki síst er það mikilvægt að mínu mati, sem ég hef undirstrikað hér, að ýta undir samstöðuna á þinginu þannig við séum ekki að tala niður Bandaríkin, Evrópusambandið eða Evrópu,“ sagði hún svo. Ánægður að heyra af samtalinu Sigmundur Davíð fór þá aftur upp í pontu til að spyrja Þorgerði öðru sinni. „Ég var ánægður að heyra að hæstvirtur ráðherra hefði átt þó hefði ekki verið nema stutt samtal, hugsanlega einhvers staðar á gangi eða í lyftu, við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Við höfum ekki heyrt af því áður,“ sagði hann. „Ég ítreka engu að síður spurninguna. Hvaða formleg samskipti hafa farið fram við bandarísku ríkisstjórnina, við bandarísk stjórnvöld? Stendur til að bæta þar í? Stendur til að eiga samtal við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og eftir atvikum hvort forsætisráðherrann hæstvirtur tali við forsetann beint?“ spurði hann svo. „Það er mikilvægt að hafa sem mest og tryggust samskipti og formleg,“ bætti hann við. Sigmundur ítrekaði spurningu sína.Vísir/Vilhelm Hefur óskað eftir samtali við Rubio Þá kom að Þorgerði að fara aftur upp í pontu og svara ítrekun Sigmundar. „Samskipti við Bandaríkastjórn er meginverkefni sendiráðsins í Bandaríkjunum nú um stundir og við höfum líka rætt um það að styrkja sendiráðið enn frekar, færa til með áherslu nákvæmlega á þetta,“ sagði Þorgerður. „Ég hef þegar kallað eftir samtali við Rubio eins og fleiri kollegar, einmitt til þess að undirstrika þetta mikilvæga samband,“ bætti hún við. Þá sagði hún Viðreisn hafa kallað eftir því, nokkrum dögum eftir innrás Rússa í Úkraínu, að heildstætt mat yrði gert á því að hvernig væri hægt að láta varnarsamning Íslands við Bandaríkin virka. „Af því það er mikið í húfi að hann virki í raun, í ýmiss konar aðstæðum. Það mat er eftir. Þess vegna vil ég meðal annars flýta stefnunni og stefnumótun um öryggis- og varnarstefnu Íslands,“ sagði Þorgerður svo. Hún myndi senda bréf til allra þingflokka í þá veru að það yrði þverpólitísk sátt í málinu og að allir flokkar kæmu að stefnumótun stefnunnar.
Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu NATO Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira