Kynferðisofbeldi Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Erlent 31.8.2023 16:19 Tilkynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent. Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni. Innlent 30.8.2023 15:06 Taktu skrefið Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Skoðun 30.8.2023 12:30 Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Innlent 29.8.2023 23:41 Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Erlent 29.8.2023 15:07 Nauðgunarmál Finns ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti. Innlent 28.8.2023 15:23 Reyndi að brjótast út eins og fórnarlamb hans Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. Erlent 26.8.2023 13:33 Maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn kærður fyrir nauðgun Gonzalo Montiel, nýjasti leikmaður Nottingham Forest og maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn í desember síðastliðnum, hefur verið kærður fyrir nauðgun í heimalandi sínu. Fótbolti 26.8.2023 07:00 Albert segist saklaus af ásökunum um kynferðisbrot Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur hafnað ásökunum um kynferðisbrot. Hann hefur verið kærður og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á meðan. Innlent 24.8.2023 09:21 Brutu gegn átján konum á veitingastað og bar föður þeirra Bræðurnir Danny og Roberto Jaz hafa verið dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn samtals átján konum. Málið hefur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi, þar sem bræðurnir notuðu bar og veitingastað föður síns til að fremja brotin. Erlent 24.8.2023 07:38 Lokaslagurinn við að taka aftur völdin eftir kynferðisofbeldi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Freedom eftir tónlistarkonuna Þórunni Sölku. Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem Þórunn Salka varð fyrir árið 2020 og í tónlistarmyndbandinu klæðist hún svipuðum fatnaði og kvöldið sem atvikið átti sér stað. Tónlist 24.8.2023 07:01 Albert sagður neita sök Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum. Innlent 23.8.2023 21:07 Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Innlent 23.8.2023 15:26 Kæra Vítalíu endanlega felld niður Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Innlent 23.8.2023 08:29 Fær milljarð Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms Bandarískri konu voru dæmdir 1,2 milljarðar Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms sem fyrrverandi kærasti hennar hafði dreift af henni. Erlent 16.8.2023 08:50 Venjulegar vinkonur Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Skoðun 14.8.2023 09:30 Upprættu „tæknilega fágaðan“ barnaníðshring eftir morð á fulltrúum FBI Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu handtóku 98 einstaklinga og 45 hafa þegar verið dæmdir í tengslum við umfangsmikinn barnaníðshring. Einstaklingarnir notuðu djúpvefinn til að skiptast á efni en meðal þeirra voru þó nokkrir sérfræðingar í forritun og upplýsingatækni. Erlent 10.8.2023 08:43 Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6.8.2023 09:27 Segir ofbeldismenn best geymda eina heima Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir áríðandi að fólk sé vakandi fyrir ofbeldi eða mögulega hættulegum aðstæðu. Alltaf eigi að láta vita ef grunur sé um slíkt. Hún segir ofbeldismenn best geymda eina heima. Innlent 4.8.2023 23:02 Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Innlent 4.8.2023 14:26 Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 3.8.2023 16:32 Hótaði að myrða fyrrverandi sambýliskonu í nálgunarbanni Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða langrar fangelsisvistar fyrir margvísleg brot í nánu sambandi, kynferðisbrot og brot gegn nálgunarbanni með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Innlent 31.7.2023 16:48 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. Erlent 26.7.2023 20:30 Háttsettur maður innan ensku úrvalsdeildarinnar ásakaður um að nauðga táningsstelpu Lögreglan í Bretlandi yfirheyrði nýverið háttsettan mann innan ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna ásakana um að hann hefði nauðgað stelpu sem var þá aðeins 15 ára gömul. Enski boltinn 24.7.2023 14:15 Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. Innlent 22.7.2023 17:14 Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Innlent 22.7.2023 12:46 Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. Innlent 21.7.2023 11:51 Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Innlent 20.7.2023 16:01 Grunaður um barnaníð á Íslandi og mörgum öðrum löndum Hjúkrunarfræðingurinn og presturinn Bradley Earl Reger hefur verið handtekinn í Kaliforníu og er grunaður um áratugalanga misnotkun á drengjum. Hann er grunaður um að hafa flutt drengi úr landi og misnotað þá þar, meðal annars á Íslandi. Innlent 19.7.2023 19:18 Mendy ekki lengi að finna sér nýtt lið eftir að vera sýknaður Vinstri bakvörðurinn Benjamin Mendy er genginn í raðir Lorient í Frakklandi. Hann hefur ekki spilað síðan í ágúst 2021 eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um nauðgun. Fótbolti 19.7.2023 10:00 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 62 ›
Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Erlent 31.8.2023 16:19
Tilkynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent. Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni. Innlent 30.8.2023 15:06
Taktu skrefið Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Skoðun 30.8.2023 12:30
Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Innlent 29.8.2023 23:41
Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Erlent 29.8.2023 15:07
Nauðgunarmál Finns ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti. Innlent 28.8.2023 15:23
Reyndi að brjótast út eins og fórnarlamb hans Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. Erlent 26.8.2023 13:33
Maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn kærður fyrir nauðgun Gonzalo Montiel, nýjasti leikmaður Nottingham Forest og maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn í desember síðastliðnum, hefur verið kærður fyrir nauðgun í heimalandi sínu. Fótbolti 26.8.2023 07:00
Albert segist saklaus af ásökunum um kynferðisbrot Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur hafnað ásökunum um kynferðisbrot. Hann hefur verið kærður og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á meðan. Innlent 24.8.2023 09:21
Brutu gegn átján konum á veitingastað og bar föður þeirra Bræðurnir Danny og Roberto Jaz hafa verið dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn samtals átján konum. Málið hefur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi, þar sem bræðurnir notuðu bar og veitingastað föður síns til að fremja brotin. Erlent 24.8.2023 07:38
Lokaslagurinn við að taka aftur völdin eftir kynferðisofbeldi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Freedom eftir tónlistarkonuna Þórunni Sölku. Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem Þórunn Salka varð fyrir árið 2020 og í tónlistarmyndbandinu klæðist hún svipuðum fatnaði og kvöldið sem atvikið átti sér stað. Tónlist 24.8.2023 07:01
Albert sagður neita sök Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum. Innlent 23.8.2023 21:07
Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Innlent 23.8.2023 15:26
Kæra Vítalíu endanlega felld niður Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Innlent 23.8.2023 08:29
Fær milljarð Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms Bandarískri konu voru dæmdir 1,2 milljarðar Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms sem fyrrverandi kærasti hennar hafði dreift af henni. Erlent 16.8.2023 08:50
Venjulegar vinkonur Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Skoðun 14.8.2023 09:30
Upprættu „tæknilega fágaðan“ barnaníðshring eftir morð á fulltrúum FBI Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu handtóku 98 einstaklinga og 45 hafa þegar verið dæmdir í tengslum við umfangsmikinn barnaníðshring. Einstaklingarnir notuðu djúpvefinn til að skiptast á efni en meðal þeirra voru þó nokkrir sérfræðingar í forritun og upplýsingatækni. Erlent 10.8.2023 08:43
Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6.8.2023 09:27
Segir ofbeldismenn best geymda eina heima Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir áríðandi að fólk sé vakandi fyrir ofbeldi eða mögulega hættulegum aðstæðu. Alltaf eigi að láta vita ef grunur sé um slíkt. Hún segir ofbeldismenn best geymda eina heima. Innlent 4.8.2023 23:02
Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Innlent 4.8.2023 14:26
Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 3.8.2023 16:32
Hótaði að myrða fyrrverandi sambýliskonu í nálgunarbanni Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða langrar fangelsisvistar fyrir margvísleg brot í nánu sambandi, kynferðisbrot og brot gegn nálgunarbanni með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Innlent 31.7.2023 16:48
Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. Erlent 26.7.2023 20:30
Háttsettur maður innan ensku úrvalsdeildarinnar ásakaður um að nauðga táningsstelpu Lögreglan í Bretlandi yfirheyrði nýverið háttsettan mann innan ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna ásakana um að hann hefði nauðgað stelpu sem var þá aðeins 15 ára gömul. Enski boltinn 24.7.2023 14:15
Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. Innlent 22.7.2023 17:14
Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Innlent 22.7.2023 12:46
Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. Innlent 21.7.2023 11:51
Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Innlent 20.7.2023 16:01
Grunaður um barnaníð á Íslandi og mörgum öðrum löndum Hjúkrunarfræðingurinn og presturinn Bradley Earl Reger hefur verið handtekinn í Kaliforníu og er grunaður um áratugalanga misnotkun á drengjum. Hann er grunaður um að hafa flutt drengi úr landi og misnotað þá þar, meðal annars á Íslandi. Innlent 19.7.2023 19:18
Mendy ekki lengi að finna sér nýtt lið eftir að vera sýknaður Vinstri bakvörðurinn Benjamin Mendy er genginn í raðir Lorient í Frakklandi. Hann hefur ekki spilað síðan í ágúst 2021 eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um nauðgun. Fótbolti 19.7.2023 10:00