Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2024 18:57 Brotið var framið í íbúð í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á hendur manni í nauðgunarmáli. Honum var gefið að sök að nauðga konu sem var sofandi, en maðurinn bar fyrir sig að hann sé haldinn af kynferðislegri svefnröskun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði