Segir ákvörðun um kæru fyrir nauðgun tekna fyrir andlát flugmanns Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 00:38 Vilhjálmur Vilhjálmsson gætir hagsmuna kvennanna fimm sem hafa sakað Sólon um ofbeldi. Vísir/Vilhelm Lögmaður sem gætir hagsmuna fimm kvenna segir hafa legið fyrir að kæra ætti fyrir nauðgun áður en flugmaður og meintur gerandi svipti sig lífi. Kæran hafi verið formlega lögð fram eftir andlát mannsins. Maðurinn lést 25. ágúst en kæra var formlega lögð fram 28. ágúst. Í millitíðinni leituðu foreldrar flugmannsins á náðir Vilhjálms og báðu hann um að gæta hagsmuna sonar síns. Vilhjálmur gætti þá þegar hagsmuna konunnar sem sakar hinn látna um nauðgun. Nokkuð hefur verið fjallað um málið síðustu daga. Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu flugmannsins, Sólons Guðmundssonar, sagði í viðtali síðasta föstudag að fjölskyldan hefði lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans yrði rannsakað. Sólon féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins sem hann vann hjá, Icelandair. Hödd sagði fjölskylduna enn telja mörgum spurningum ósvarað og að miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferðinni innan Icelandair. Sólon Guðmundsson var 28 ára þegar hann lést. Hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Í apríl síðastliðnum lagði Sólon fram kvörtun til mannauðsdeildar Icelandair vegna eineltis, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu tveggja samstarfskvenna. „Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ sagði Hödd svo í öðru viðtali daginn eftir. Tveimur dögum síðar var svo greint frá því að fimm konur hafi sakað Sólon um ofbeldi. Þar af hafi ein kært hann fyrir nauðgun sem eigi að hafa verið framin seint í júlí á þessu ári. Fram kom í yfirlýsingu frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni kvennanna, að ofbeldið hafi verið andlegt og líkamlegt. Þær hafi allar komið brotunum á framfæri við Icelandair um miðjan ágúst og svo hafi kæra um nauðgun verið lögð fram „stuttu síðar“. Sjá einnig: Ein kært nauðgun og fjórar segjast hafa verið beittar ofbeldi Fjallað var um það á vef DV í dag að Sólon hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot þremur dögum eftir andlát hans eða þann 28. ágúst. Í frétt DV er vísað í tölvupóstssamskipti á milli Vilhjálms og fjölskyldu Sólons. Þar kemur fram að fjölskyldan hafði samband við Vilhjálm þann 27. ágúst, tveimur dögum eftir andlát Sólons, til að kanna hvort hann gæti gætt hagsmuna þeirra í máli sonar síns. Fréttastofa hefur séð afrit af þessum tölvupóstssamskiptum. Þar biður Vilhjálmur foreldrana um að útskýra í hverju málið felist. Þau svara honum með nokkuð ítarlegum lýsingum á málinu frá þeirra sjónarhorni. Vilhjálmur svarar þeim þá um hæl og segist ekki geta tekið málið að sér vegna hagsmunaáreksturs. Hann mælir með öðrum lögmanni. Þá segir hann fjölskyldunni að hún þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af trúnaði um málið enda sé hann bundinn siðareglum lögmanna. Í sambandi við ákærusvið áður en fjölskyldan hefur samband Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Vilhjálmi sem svaraði skriflega og gaf upp tímalínu málsins hvað aðkomu hans varðar. Í henni segist Vilhjálmur hafa tekið við máli konunnar þann 25. ágúst, sama dag og Sólon lést. Daginn eftir hafi hann strax haft samband við ákærusvið lögreglunnar til að láta vita að hann væri með umbjóðanda sem vildi leggja fram kæru fyrir nauðgun. Samdægurs, samkvæmt tímalínu Vilhjálms, svaraði ákærusvið og lét hann vita að hann gæti bókað tíma með því að senda tölvupóst. Vilhjálmur sendi póstinn á kærudeildina og fékk til baka baka hlekk á eyðublað sem þarf að fylla út til að leggja fram kæru. Þetta hafi allt gerst þann 26. ágúst. Icelandair lét konuna vita Sama dag, en þó eftir að eyðublaðið barst, hafi konan, þolandinn, haft samband við Vilhjálm. Þá hafði Icelandair haft samband við hana til að láta hana vita að Sólon, meintur gerandi í máli hennar, væri látinn. Í tímalínunni kemur fram að eftir það hafi Vilhjálmur strax haft samband við kærumóttökuna til að láta vita að meintur gerandi í málinu væri látinn. Þá segist Vilhjálmur hafa rætt málið við ákærusvið í bæði tölvupóstssamskiptum og síma daginn eftir, þann 27. ágúst. Þann dag hafði fjölskylda Sólons samband við Vilhjálm til að kanna hvort hann geti tekið mál þeirra að sér. Eins og kom fram í frétt DV, og Vilhjálmur staðfestir, vísaði hann því frá sér vegna hagsmunaáreksturs.. Í tímalínu Vilhjálms kemur svo fram að þann 28. ágúst hafi hann fengið svar frá ákærusviði. Þar hafi komið fram að ef kæra yrði lögð fram yrði hún tekin til afgreiðslu. Kæran var því formlega lögð fram síðar sama dag. Hann segir konuna hafa verið boðaða stuttu seinna í skýrslutöku en vegna mistaka við bókun hafi lögreglan þurft að færa skýrslutökuna til 2. október. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kynferðisofbeldi Icelandair Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Skyldur vinnuveitenda gífurlegar í erfiðum málum „Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“ 24. september 2024 22:47 Icelandair þurfi að kannast við reglur réttarríkisins Hæstaréttarlögmaður segir samfélagið þurfa að spyrja sig áleitinna spurninga þegar kemur að kynferðisbrotamálum, og hvort líta eigi svo á að menn teljist sekir þar til annað kemur í ljós. Þar séu stórfyrirtæki á borð við Icelandair ekki undanskilin. Hann rifjar upp mál manns sem hann aðstoðaði, sem var vikið úr starfi hjá fyrirtækinu vegna ásakana, en mál hans síðan fellt niður. 24. september 2024 10:45 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um málið síðustu daga. Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu flugmannsins, Sólons Guðmundssonar, sagði í viðtali síðasta föstudag að fjölskyldan hefði lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans yrði rannsakað. Sólon féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins sem hann vann hjá, Icelandair. Hödd sagði fjölskylduna enn telja mörgum spurningum ósvarað og að miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferðinni innan Icelandair. Sólon Guðmundsson var 28 ára þegar hann lést. Hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Í apríl síðastliðnum lagði Sólon fram kvörtun til mannauðsdeildar Icelandair vegna eineltis, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu tveggja samstarfskvenna. „Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ sagði Hödd svo í öðru viðtali daginn eftir. Tveimur dögum síðar var svo greint frá því að fimm konur hafi sakað Sólon um ofbeldi. Þar af hafi ein kært hann fyrir nauðgun sem eigi að hafa verið framin seint í júlí á þessu ári. Fram kom í yfirlýsingu frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni kvennanna, að ofbeldið hafi verið andlegt og líkamlegt. Þær hafi allar komið brotunum á framfæri við Icelandair um miðjan ágúst og svo hafi kæra um nauðgun verið lögð fram „stuttu síðar“. Sjá einnig: Ein kært nauðgun og fjórar segjast hafa verið beittar ofbeldi Fjallað var um það á vef DV í dag að Sólon hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot þremur dögum eftir andlát hans eða þann 28. ágúst. Í frétt DV er vísað í tölvupóstssamskipti á milli Vilhjálms og fjölskyldu Sólons. Þar kemur fram að fjölskyldan hafði samband við Vilhjálm þann 27. ágúst, tveimur dögum eftir andlát Sólons, til að kanna hvort hann gæti gætt hagsmuna þeirra í máli sonar síns. Fréttastofa hefur séð afrit af þessum tölvupóstssamskiptum. Þar biður Vilhjálmur foreldrana um að útskýra í hverju málið felist. Þau svara honum með nokkuð ítarlegum lýsingum á málinu frá þeirra sjónarhorni. Vilhjálmur svarar þeim þá um hæl og segist ekki geta tekið málið að sér vegna hagsmunaáreksturs. Hann mælir með öðrum lögmanni. Þá segir hann fjölskyldunni að hún þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af trúnaði um málið enda sé hann bundinn siðareglum lögmanna. Í sambandi við ákærusvið áður en fjölskyldan hefur samband Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Vilhjálmi sem svaraði skriflega og gaf upp tímalínu málsins hvað aðkomu hans varðar. Í henni segist Vilhjálmur hafa tekið við máli konunnar þann 25. ágúst, sama dag og Sólon lést. Daginn eftir hafi hann strax haft samband við ákærusvið lögreglunnar til að láta vita að hann væri með umbjóðanda sem vildi leggja fram kæru fyrir nauðgun. Samdægurs, samkvæmt tímalínu Vilhjálms, svaraði ákærusvið og lét hann vita að hann gæti bókað tíma með því að senda tölvupóst. Vilhjálmur sendi póstinn á kærudeildina og fékk til baka baka hlekk á eyðublað sem þarf að fylla út til að leggja fram kæru. Þetta hafi allt gerst þann 26. ágúst. Icelandair lét konuna vita Sama dag, en þó eftir að eyðublaðið barst, hafi konan, þolandinn, haft samband við Vilhjálm. Þá hafði Icelandair haft samband við hana til að láta hana vita að Sólon, meintur gerandi í máli hennar, væri látinn. Í tímalínunni kemur fram að eftir það hafi Vilhjálmur strax haft samband við kærumóttökuna til að láta vita að meintur gerandi í málinu væri látinn. Þá segist Vilhjálmur hafa rætt málið við ákærusvið í bæði tölvupóstssamskiptum og síma daginn eftir, þann 27. ágúst. Þann dag hafði fjölskylda Sólons samband við Vilhjálm til að kanna hvort hann geti tekið mál þeirra að sér. Eins og kom fram í frétt DV, og Vilhjálmur staðfestir, vísaði hann því frá sér vegna hagsmunaáreksturs.. Í tímalínu Vilhjálms kemur svo fram að þann 28. ágúst hafi hann fengið svar frá ákærusviði. Þar hafi komið fram að ef kæra yrði lögð fram yrði hún tekin til afgreiðslu. Kæran var því formlega lögð fram síðar sama dag. Hann segir konuna hafa verið boðaða stuttu seinna í skýrslutöku en vegna mistaka við bókun hafi lögreglan þurft að færa skýrslutökuna til 2. október. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kynferðisofbeldi Icelandair Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Skyldur vinnuveitenda gífurlegar í erfiðum málum „Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“ 24. september 2024 22:47 Icelandair þurfi að kannast við reglur réttarríkisins Hæstaréttarlögmaður segir samfélagið þurfa að spyrja sig áleitinna spurninga þegar kemur að kynferðisbrotamálum, og hvort líta eigi svo á að menn teljist sekir þar til annað kemur í ljós. Þar séu stórfyrirtæki á borð við Icelandair ekki undanskilin. Hann rifjar upp mál manns sem hann aðstoðaði, sem var vikið úr starfi hjá fyrirtækinu vegna ásakana, en mál hans síðan fellt niður. 24. september 2024 10:45 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42
Skyldur vinnuveitenda gífurlegar í erfiðum málum „Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“ 24. september 2024 22:47
Icelandair þurfi að kannast við reglur réttarríkisins Hæstaréttarlögmaður segir samfélagið þurfa að spyrja sig áleitinna spurninga þegar kemur að kynferðisbrotamálum, og hvort líta eigi svo á að menn teljist sekir þar til annað kemur í ljós. Þar séu stórfyrirtæki á borð við Icelandair ekki undanskilin. Hann rifjar upp mál manns sem hann aðstoðaði, sem var vikið úr starfi hjá fyrirtækinu vegna ásakana, en mál hans síðan fellt niður. 24. september 2024 10:45