Samkeppnismál Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:22 Skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem er á leið til Hafnarfjarðar Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum. Innlent 20.1.2022 13:28 Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Viðskipti innlent 19.1.2022 22:47 Áfellisdómur yfir framkomu Isavia við ferðaþjónustuna Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skoðun 13.1.2022 08:01 Hvað finnst Sigurði, Bjarna og Lilju um Isavia? Það hefur því miður verið alltof algengt að ráðherrar hummi fram af sér tilmæli Samkeppniseftirlitsins árum saman. Dæmin um það eru mýmörg. Umræðan 11.1.2022 16:30 Eftirlitið segir stjórnvöldum að hafa hemil á Isavia Samkeppniseftirlitið segir háttsemi Isavia á síðustu árum vekja áleitnar spurningar um það hvernig ríkisfyrirtækið nálgast samkeppni og samkeppnismál. Eftirlitið hefur beint tilmælum til ráðherra málaflokksins sem miða að því að skapa heilbrigða umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, draga úr óhagkvæmni í rekstri hans og efla ferðaþjónustu. Innherji 10.1.2022 14:02 Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. Viðskipti innlent 5.1.2022 22:00 Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna. Klinkið 5.1.2022 17:11 Er ekki bara best að skrifa skýrslu? Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hugi lítt að verðmætasköpun í framtíð þegar kemur að sjávarútvegi hefur atvinnugreinin sjálf staðið sína plikt. Fjárfest hefur verið í vélum, tækjum, skipum og búnaði fyrir tugi milljarða króna á hverju ári, undanfarin ár. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ætla ekki að bíða eftir því hvað framtíðin færir þeim. Umræðan 29.12.2021 16:00 Standa þarf vörð um virka samkeppni Sporna þarf við samkeppnishindrunum á sem flestum sviðum, draga úr reglubyrði og opna markaði. Í því sambandi er mikilvægt að stjórnvöld verndi ekki íslensk fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni eða hygli þeim með ólögmætum hætt. Það mun hvorki gagnast þeim né íslenskum neytendum til lengri tíma. Umræðan 28.12.2021 10:35 Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. Innlent 15.12.2021 17:14 Apótekum sagt að ráða fleiri lyfjafræðinga á sama tíma og ríkið sogar til sín starfskrafta Breytt stjórnsýsluframkvæmd hjá Lyfjastofnun þyngir róður smærri apóteka í samkeppni þeirra við stóru lyfsölukeðjurnar. Á sama tíma og ríkið keppir við apótek um starfskrafta er smærri apótekum gert að ráða fleiri lyfjafræðinga en áður var gerð krafa um. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Innherji 7.12.2021 16:00 Héraðsdómur segir málsmeðferð kærunefndarinnar „verulegum annmörkum háð“ Málsmeðferð kærunefndar útboðsmála, þegar hún tók fyrir mál Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg, var „verulegum annmörkum háð“. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem ógilti úrskurð nefndarinnar. Innlent 26.11.2021 08:46 Samkeppniseftirlitið skoðaði tengsl erlendu innviðafjárfestanna Athugun Samkeppniseftirlitsins á samstarfi Digital Bridge, kaupanda á tilteknum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova, við franska sjóðastýringarfélagið Ardian, sem hefur náð samkomulagi um kaup á Mílu, leiddi í ljós að hagsmunatengsl erlendu innviðafjárfestanna væru hverfandi lítil. Innherji 24.11.2021 14:09 Möguleg ábyrgð dótturfélags á samkeppnislagabrotum móðurfélags Í réttarframkvæmd hefur almennt verið gengið út frá því að náin tengsl á milli tveggja eða fleiri lögaðila geti leitt til þess að litið verður á þá sem eitt og sama fyrirtækið í skilningi samkeppnislaga enda sé hugtakið fyrirtæki af efnahagslegum toga en ekki lagalegu. Slík tengsl geta meðal annars verið á milli móður- og dótturfélaga sem hefur þá í för með sér að þau verða talin mynda eina efnahagslega einingu. Umræðan 24.11.2021 11:31 Leggur blessun sína yfir sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir sölu fjarskiptafyrirtækjanna Sýnar og Nova á óvirkum farsímainnviðum til Digital Bridge Group Inc. Viðskipti innlent 23.11.2021 14:47 FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. Viðskipti innlent 20.11.2021 14:45 Óska eftir samrunatilkynningu vegna kaupanna á Mílu Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir samrunatilkynningu vegna kaupa sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu, dótturfélagi Símans. Viðskipti innlent 19.11.2021 14:56 Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. Innherji 19.11.2021 07:01 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. Viðskipti innlent 10.11.2021 13:00 Umfjöllun hagsmunasamtaka fyrirtækja um verðlagningu – Reglur samkeppnislaga Á föstudaginn var, þann 22. október, gaf Samkeppniseftirlitið út tilkynninguþar sem vakin var athygli á því að umfjöllun hagsmunasamtaka um verð og verðlagningu fyrirtækja undir þeirra hatti væri sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað. Skoðun 25.10.2021 11:00 Reiknistofa fiskmarkaða fær lögbann á framkvæmdastjórann fyrrverandi Nýtt fyrirtæki sem hugðist veita Reiknistofu fiskmarkaða ehf. samkeppni hefur fengið á sig lögbann og getur ekki hafið starfsemi fyrr en málið hefur farið sína leið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 25.10.2021 07:03 SA og VÍ svara Samkeppniseftirlitinu: „Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu?“ Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands segja engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það sé ekki úr lausu lofti gripið að verðhækkanir séu líklegar og það sé í raun óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða. Viðskipti innlent 22.10.2021 18:25 SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. Viðskipti innlent 22.10.2021 14:38 Samkeppniseftirlitið slær á putta SA vegna ummæla Halldórs Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt geti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Viðskipti innlent 22.10.2021 13:44 Eru Íslendingar lélegir neytendur? Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um samkeppnis- og neytendamál í dag klukkan 8:30 til 10 á Grand Hótel. Neytendur 19.10.2021 07:45 Tækifæri til að koma viti í áfengismarkaðinn Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu ítrekað vakið athygli á furðulegri stöðu, óvissu og þversögnum, sem uppi eru á áfengismarkaðnum á Íslandi. Nú þegar stjórnarflokkarnir sitja og ræða áframhaldandi samstarf er frábært tækifæri til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað. Skoðun 13.10.2021 11:00 Starfsmenn Play mættu ekki til að gefa skýrslur vegna flugrekstrarhandbóka WOW Eini tilgangurinn með málshöfðun USAerospace Partners Inc. vegna flugrekstrarbóka WOW var að „halda áfram þeim leikþætti sem sóknaraðili og fyrirsvarsmenn hans hafa haldið uppi með reglubundnum hætti“ frá stofnun flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 29.9.2021 06:50 Rótgrónir heildsölurisar fá að sameinast ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“. Viðskipti innlent 23.9.2021 18:01 Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. Viðskipti innlent 18.9.2021 08:41 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 16 ›
Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:22
Skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem er á leið til Hafnarfjarðar Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum. Innlent 20.1.2022 13:28
Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Viðskipti innlent 19.1.2022 22:47
Áfellisdómur yfir framkomu Isavia við ferðaþjónustuna Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skoðun 13.1.2022 08:01
Hvað finnst Sigurði, Bjarna og Lilju um Isavia? Það hefur því miður verið alltof algengt að ráðherrar hummi fram af sér tilmæli Samkeppniseftirlitsins árum saman. Dæmin um það eru mýmörg. Umræðan 11.1.2022 16:30
Eftirlitið segir stjórnvöldum að hafa hemil á Isavia Samkeppniseftirlitið segir háttsemi Isavia á síðustu árum vekja áleitnar spurningar um það hvernig ríkisfyrirtækið nálgast samkeppni og samkeppnismál. Eftirlitið hefur beint tilmælum til ráðherra málaflokksins sem miða að því að skapa heilbrigða umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, draga úr óhagkvæmni í rekstri hans og efla ferðaþjónustu. Innherji 10.1.2022 14:02
Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. Viðskipti innlent 5.1.2022 22:00
Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna. Klinkið 5.1.2022 17:11
Er ekki bara best að skrifa skýrslu? Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hugi lítt að verðmætasköpun í framtíð þegar kemur að sjávarútvegi hefur atvinnugreinin sjálf staðið sína plikt. Fjárfest hefur verið í vélum, tækjum, skipum og búnaði fyrir tugi milljarða króna á hverju ári, undanfarin ár. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ætla ekki að bíða eftir því hvað framtíðin færir þeim. Umræðan 29.12.2021 16:00
Standa þarf vörð um virka samkeppni Sporna þarf við samkeppnishindrunum á sem flestum sviðum, draga úr reglubyrði og opna markaði. Í því sambandi er mikilvægt að stjórnvöld verndi ekki íslensk fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni eða hygli þeim með ólögmætum hætt. Það mun hvorki gagnast þeim né íslenskum neytendum til lengri tíma. Umræðan 28.12.2021 10:35
Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. Innlent 15.12.2021 17:14
Apótekum sagt að ráða fleiri lyfjafræðinga á sama tíma og ríkið sogar til sín starfskrafta Breytt stjórnsýsluframkvæmd hjá Lyfjastofnun þyngir róður smærri apóteka í samkeppni þeirra við stóru lyfsölukeðjurnar. Á sama tíma og ríkið keppir við apótek um starfskrafta er smærri apótekum gert að ráða fleiri lyfjafræðinga en áður var gerð krafa um. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Innherji 7.12.2021 16:00
Héraðsdómur segir málsmeðferð kærunefndarinnar „verulegum annmörkum háð“ Málsmeðferð kærunefndar útboðsmála, þegar hún tók fyrir mál Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg, var „verulegum annmörkum háð“. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem ógilti úrskurð nefndarinnar. Innlent 26.11.2021 08:46
Samkeppniseftirlitið skoðaði tengsl erlendu innviðafjárfestanna Athugun Samkeppniseftirlitsins á samstarfi Digital Bridge, kaupanda á tilteknum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova, við franska sjóðastýringarfélagið Ardian, sem hefur náð samkomulagi um kaup á Mílu, leiddi í ljós að hagsmunatengsl erlendu innviðafjárfestanna væru hverfandi lítil. Innherji 24.11.2021 14:09
Möguleg ábyrgð dótturfélags á samkeppnislagabrotum móðurfélags Í réttarframkvæmd hefur almennt verið gengið út frá því að náin tengsl á milli tveggja eða fleiri lögaðila geti leitt til þess að litið verður á þá sem eitt og sama fyrirtækið í skilningi samkeppnislaga enda sé hugtakið fyrirtæki af efnahagslegum toga en ekki lagalegu. Slík tengsl geta meðal annars verið á milli móður- og dótturfélaga sem hefur þá í för með sér að þau verða talin mynda eina efnahagslega einingu. Umræðan 24.11.2021 11:31
Leggur blessun sína yfir sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir sölu fjarskiptafyrirtækjanna Sýnar og Nova á óvirkum farsímainnviðum til Digital Bridge Group Inc. Viðskipti innlent 23.11.2021 14:47
FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. Viðskipti innlent 20.11.2021 14:45
Óska eftir samrunatilkynningu vegna kaupanna á Mílu Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir samrunatilkynningu vegna kaupa sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu, dótturfélagi Símans. Viðskipti innlent 19.11.2021 14:56
Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. Innherji 19.11.2021 07:01
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. Viðskipti innlent 10.11.2021 13:00
Umfjöllun hagsmunasamtaka fyrirtækja um verðlagningu – Reglur samkeppnislaga Á föstudaginn var, þann 22. október, gaf Samkeppniseftirlitið út tilkynninguþar sem vakin var athygli á því að umfjöllun hagsmunasamtaka um verð og verðlagningu fyrirtækja undir þeirra hatti væri sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað. Skoðun 25.10.2021 11:00
Reiknistofa fiskmarkaða fær lögbann á framkvæmdastjórann fyrrverandi Nýtt fyrirtæki sem hugðist veita Reiknistofu fiskmarkaða ehf. samkeppni hefur fengið á sig lögbann og getur ekki hafið starfsemi fyrr en málið hefur farið sína leið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 25.10.2021 07:03
SA og VÍ svara Samkeppniseftirlitinu: „Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu?“ Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands segja engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það sé ekki úr lausu lofti gripið að verðhækkanir séu líklegar og það sé í raun óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða. Viðskipti innlent 22.10.2021 18:25
SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. Viðskipti innlent 22.10.2021 14:38
Samkeppniseftirlitið slær á putta SA vegna ummæla Halldórs Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt geti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Viðskipti innlent 22.10.2021 13:44
Eru Íslendingar lélegir neytendur? Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um samkeppnis- og neytendamál í dag klukkan 8:30 til 10 á Grand Hótel. Neytendur 19.10.2021 07:45
Tækifæri til að koma viti í áfengismarkaðinn Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu ítrekað vakið athygli á furðulegri stöðu, óvissu og þversögnum, sem uppi eru á áfengismarkaðnum á Íslandi. Nú þegar stjórnarflokkarnir sitja og ræða áframhaldandi samstarf er frábært tækifæri til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað. Skoðun 13.10.2021 11:00
Starfsmenn Play mættu ekki til að gefa skýrslur vegna flugrekstrarhandbóka WOW Eini tilgangurinn með málshöfðun USAerospace Partners Inc. vegna flugrekstrarbóka WOW var að „halda áfram þeim leikþætti sem sóknaraðili og fyrirsvarsmenn hans hafa haldið uppi með reglubundnum hætti“ frá stofnun flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 29.9.2021 06:50
Rótgrónir heildsölurisar fá að sameinast ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“. Viðskipti innlent 23.9.2021 18:01
Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. Viðskipti innlent 18.9.2021 08:41