„Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:00 Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að svo stöddu en framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar henni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Þessi niðurstaða styrkir það sem við trúum á og sýnir að við höfum túlkað löggjöfina rétt frá upphafi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteindóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla, í samtali við Vísi. Hún segir ljóst að nýrri löggjöf hafi verið ætlað að auka á nýsköpun og þróun á leigubílamarkaði hérlendis. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í skriflegu svari til Vísis að hann muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hann hyggst fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins með stjórn Hreyfils og lögmönnum fyrirtækisins. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla.Vísir/Vilhelm Segist engan veginn anna eftirspurn Sæunn segir að Hopp appið, þar sem hægt hefur verið að panta sér leigubíla í rúman mánuð, sé farveita en ekki leigubílastöð. Hún megi vera starfandi og ekkert í nýjum lögum sem bindi leigubílstjóra við eitt fyrirtæki. „Þau voru sett fram til að auka tekjur og auka möguleika leigubílstjóra. Við erum ekki að gera neitt annað en það. Við erum að bjóða upp á tækni sem á að gera þessa þjónustu enn betri. Því að þetta er almenningsþjónusta sem skiptir okkur öll máli og er gríðarlega mikilvæg.“ Sæunn segir ljóst að Hopp Leigubílar hafi orðið fyrir tekjumissi vegna ákvörðunar Hreyfils. „Ekki bara það heldur hafa bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi. Við erum engan veginn að anna eftirspurn, okkur vantar fleiri bílstjóra,“ segir Sæunn. „Það er bara gríðarlegt ójafnvægi á þessum markaði og við því miður náum ekki að koma markaðnum á jafnvægi á einni nóttu. En það tekur okkur enn lengri tíma þegar markaðurinn sjálfur hamlar þróun og nýsköpun. Það er ekkert annað en það.“ Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Samkeppnismál Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
„Þessi niðurstaða styrkir það sem við trúum á og sýnir að við höfum túlkað löggjöfina rétt frá upphafi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteindóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla, í samtali við Vísi. Hún segir ljóst að nýrri löggjöf hafi verið ætlað að auka á nýsköpun og þróun á leigubílamarkaði hérlendis. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í skriflegu svari til Vísis að hann muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hann hyggst fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins með stjórn Hreyfils og lögmönnum fyrirtækisins. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla.Vísir/Vilhelm Segist engan veginn anna eftirspurn Sæunn segir að Hopp appið, þar sem hægt hefur verið að panta sér leigubíla í rúman mánuð, sé farveita en ekki leigubílastöð. Hún megi vera starfandi og ekkert í nýjum lögum sem bindi leigubílstjóra við eitt fyrirtæki. „Þau voru sett fram til að auka tekjur og auka möguleika leigubílstjóra. Við erum ekki að gera neitt annað en það. Við erum að bjóða upp á tækni sem á að gera þessa þjónustu enn betri. Því að þetta er almenningsþjónusta sem skiptir okkur öll máli og er gríðarlega mikilvæg.“ Sæunn segir ljóst að Hopp Leigubílar hafi orðið fyrir tekjumissi vegna ákvörðunar Hreyfils. „Ekki bara það heldur hafa bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi. Við erum engan veginn að anna eftirspurn, okkur vantar fleiri bílstjóra,“ segir Sæunn. „Það er bara gríðarlegt ójafnvægi á þessum markaði og við því miður náum ekki að koma markaðnum á jafnvægi á einni nóttu. En það tekur okkur enn lengri tíma þegar markaðurinn sjálfur hamlar þróun og nýsköpun. Það er ekkert annað en það.“
Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Samkeppnismál Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira