Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 08:56 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér. Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér.
Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32