Stykkishólmur

Fréttamynd

Ráðast í hönnun og út­boð á hafnar­mann­virkjum vegna Baldurs

Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði.

Innlent
Fréttamynd

Býr til sviðasultu með chili og blóðmör með súkkulaði

Sumarliði Ásgeirsson, matreiðslumeistari og bóndi í Stykkishólmi fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í matargerð en hann setur chili og hvítlauk út í sviðasultu, súkkulaði í blóðmör og rósmarín í lifrarpylsu svo dæmi séu tekin. Hann nýtir frítíma sinn í að ferðast um heiminn og hefur meðal annars farið til Indlands og Kína – oft í þeim eina tilgangi að komast yfir framandi krydd.

Innlent
Fréttamynd

Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi

Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum.

Innlent
Fréttamynd

Skott­húfu­sprenging í Stykkis­hólmi

Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan var haldin hátíðlega í Stykkishólmi á laugardag. Fyrsti þjóðbúningadagurinn í Norska húsinu var haldinn 2005 og síðan þá hefur gestum hennar farið fjölgandi með ári hverju.

Menning
Fréttamynd

„Gengur ekki að spila svona með mannslíf”

Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi

Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Baldur í togi til Stykkishólms

Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi.

Innlent
Fréttamynd

Ferjan Baldur vélar­vana nærri Stykkis­hólmi

Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar.

Innlent
Fréttamynd

Snæfell fær þunga sekt

Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Símaklefi í hlutverki bakarís í Stykkishólmi

Til að koma í veg fyrir matarsóun í Stykkishólmi setur bakaríið Nesbrauð alla afganga dagsins í gamlan símaklefa við hlið bakarísins þar sem fólk getur verslað bakkelsi í honum eftir lokun bakaríssin. Mikil ánægja er með framtakið.

Innlent
Fréttamynd

Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi

Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi.

Innlent