Daði lofaði afa sínum sigri í Eurovision í afmælisgjöf Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2021 11:57 Daði Freyr hefur lofað afa sínum að vinna Eurovision. Vísir Daði Freyr Pétursson, Eurovision-fulltrúi Íslendinga þetta árið, var heldur betur búinn að lofa afa sínum Björgvini Kristjáni Þorvarðarsyni, veglegri afmælisgjöf þetta árið. Björgvin fagnar 85 ára afmælisdeginum sínum en hann tók loforð af Daða um að gefa honum sigur í Eurovision-keppninni. „Ég fór fram á að hann ynni keppnina í kvöld og gæfi mér það í afmælisgjöf. Hann er búinn að gefa mér helminginn af gjöfinni með því að komast áfram upp úr undanriðlinum. Svo sjáum við bara til,“ segir Björgvin Kristján, léttur í bragði á afmælisdeginum. Hann er þó eilítið óhress með að Daði og félagar hans í Gagnamagninu fái ekki að vera í grænaherberginu í kvöld. „Það er svolítið fúlt finnst mér en þetta eru þessir tímar.“ Daði og Gagnamagnið flytja lagið Ten Years og verða tólfta atriðið á svið í kvöld. Þeim er spáð góðu gengi í veðbönkunum, eða sjötta sæti. „Mér finnst þetta lag frábært. Það er grípandi og þau eru alveg frábær finnst mér,“ segir Björgvin. Spurður hvaðan Daði hefur tónlistarhæfileikana vill Björgin meina að þeir komi víða að. „Ég er að vona að sé bara blanda. Pabbi hans, Pétur Einarsson, er tónlistarmaður og hljóðmaður. Ég er búinn að syngja alla ævi og er enn í kór. Þetta er góð blanda,“ segir Björgvin.Sjálfur syngur Björgvin tenór í kór en bendir á að raddsvið Daða sé ansi vítt. „Hann getur sungið allar raddir.“ Björgvin er búsettur í Stykkishólmi og ætlar að taka því rólega á afmælisdeginum en mun að sjálfsögðu fylgjast með Daða sínum í kvöld. „Ég ætla að halda mig heima en reyna að hrúga að mér börnum og barnabörnum eins og hægt er.“ Eurovision Stykkishólmur Tengdar fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39 Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Björgvin fagnar 85 ára afmælisdeginum sínum en hann tók loforð af Daða um að gefa honum sigur í Eurovision-keppninni. „Ég fór fram á að hann ynni keppnina í kvöld og gæfi mér það í afmælisgjöf. Hann er búinn að gefa mér helminginn af gjöfinni með því að komast áfram upp úr undanriðlinum. Svo sjáum við bara til,“ segir Björgvin Kristján, léttur í bragði á afmælisdeginum. Hann er þó eilítið óhress með að Daði og félagar hans í Gagnamagninu fái ekki að vera í grænaherberginu í kvöld. „Það er svolítið fúlt finnst mér en þetta eru þessir tímar.“ Daði og Gagnamagnið flytja lagið Ten Years og verða tólfta atriðið á svið í kvöld. Þeim er spáð góðu gengi í veðbönkunum, eða sjötta sæti. „Mér finnst þetta lag frábært. Það er grípandi og þau eru alveg frábær finnst mér,“ segir Björgvin. Spurður hvaðan Daði hefur tónlistarhæfileikana vill Björgin meina að þeir komi víða að. „Ég er að vona að sé bara blanda. Pabbi hans, Pétur Einarsson, er tónlistarmaður og hljóðmaður. Ég er búinn að syngja alla ævi og er enn í kór. Þetta er góð blanda,“ segir Björgvin.Sjálfur syngur Björgvin tenór í kór en bendir á að raddsvið Daða sé ansi vítt. „Hann getur sungið allar raddir.“ Björgvin er búsettur í Stykkishólmi og ætlar að taka því rólega á afmælisdeginum en mun að sjálfsögðu fylgjast með Daða sínum í kvöld. „Ég ætla að halda mig heima en reyna að hrúga að mér börnum og barnabörnum eins og hægt er.“
Eurovision Stykkishólmur Tengdar fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39 Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39
Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33