Snæfell fær þunga sekt Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 12:31 Það er rík hefð fyrir körfubolta í Stykkishólmi en í vetur verður enginn meistaraflokkur karla hjá Snæfelli. mynd/@kkd.snaefells Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes. Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes.
Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira