Býr til sviðasultu með chili og blóðmör með súkkulaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2021 20:00 Sumarliði Ásgeirsson er mikill áhugamaður um mat og krydd. Vísir/Sigurjón Sumarliði Ásgeirsson, matreiðslumeistari og bóndi í Stykkishólmi fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í matargerð en hann setur chili og hvítlauk út í sviðasultu, súkkulaði í blóðmör og rósmarín í lifrarpylsu svo dæmi séu tekin. Hann nýtir frítíma sinn í að ferðast um heiminn og hefur meðal annars farið til Indlands og Kína – oft í þeim eina tilgangi að komast yfir framandi krydd. „Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Stykkishólmur Matur Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Stykkishólmur Matur Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira