Skaftárhreppur

Fréttamynd

Hlaupi í Gríms­vötnum að ljúka

Frá því að hlaupið náði hámarki í Gígjukvísl fyrir um það bil viku hefur vatnshæð þar farið lækkandi og er nú orðin svipuð og hún var fyrir hlaup. Talið er að nýr sigketill hafi myndast á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir vitnum vegna banaslyss

Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Jökul­hlaup náð há­marki

Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í nótt samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að vaxa en búist er við því að hlaupið nái hámarki í ánni einum til tveimur sólahringum seinna.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í slysinu

Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sex fluttir með þyrlum til Reykja­víkur

Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt.

Innlent
Fréttamynd

Hált á vett­vangi á­rekstursins

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Átta slasaðir eftir al­var­legt slys við Skaftafellsá

Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Fluglitakóði færður á gulan lit

Vegna jökulhlaups og aukinnar skjálftavirkni í Grímsvötnum verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand.

Innlent
Fréttamynd

Kóðinn færður aftur niður á grænan

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur aftur verið færður niður í grænan eftir að hafa verið færður upp í gulan seinnipartinn í gær. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Gos í Gríms­vötnum lík­lega í vændum

Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð.

Innlent
Fréttamynd

Fluglitakóði færður í gulan yfir Gríms­vötnum

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð

Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní. 

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn fastir í Hólms­á

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða ferðamenn sem festu jeppa í Hólmsá. Vel gekk að losa bílinn og var aðgerðum lokið rétt fyrir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“

Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Láta sig dreyma um fleira fólk í Skaft­ár­hreppi

Erfiðlega gengur að manna stöður á vegum sveitarfélagsins í Skaftárhreppi, hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla eða dvalarheimili. Sveitarstjóri segir það koma niður á þjónustu og grunar að skorti a fjölbreyttara húsnæði sé um að kenna.

Innlent
Fréttamynd

Hugsan­legt að Skaft­ár­hlaup hafi náð há­marki

Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er.

Innlent
Fréttamynd

Lokanir á fjallvegum vegna hlaup í Skaftá

Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á lokunum á fjallvegum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá. Í tilkynningu segir að staðan sé reglulega metin með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­veðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag.

Innlent