„Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 20:00 Grunnvatnsstaðan er ekki góð í landi Jóns Árna. Jón Árni Þórisson Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. „Hér er vatnsbólið sem ég nota, og vatnið hér hefur verið það djúpt venjulega að það er ekki stígvélatækt. Núna nær það ekki upp á rist á stígvélinu. Inni í tunnunni er dælan farin að draga sand.“ Svona lýsir Jón Árni Þórisson, sumarbústaðareigandi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, stöðunni á vatnsbólinu sem hann hefur notað í bústað sinn, í myndskeiði sem sjá má í upphafi fréttarinnar hér að neðan. Áður hefur verið fjallað um vatnsleysi og þurrk í Grenlæk, sem áður var gjöful sjóbirtingsá í Landbroti, en er nú þurr á um ellefu kílómetra kafla. Landeigandi við lækinn segir ástæðuna vera garð sem reistur var til að hindra flæði vatns út á Eldhraun, í þeim tilgangi að verja þjóðveginn, og mosa á hrauninu. Jón Árni tekur undir þá kenningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég hef séð vídeó af læknum þegar hann mætir í farveginn, nokkrum dögum eftir að garðurinn var rofinn í framhaldi af þurrki 2016. Það er mjög sláandi sönnun um það.“ Hver bendi á annan Jón segist hafa vakið máls á stöðunni við Umhverfisstofnun í maí, sem hafi sagt honum að málið væri í vinnslu annars staðar. „En ég veit ekki hvar. Það virðist hver vísa á annan í þessu máli. Því miður.“ Jón segist enn geta dælt vatni í bústaðinn, en dælan taki reglulega í sig sand vegna lágrar stöðu grunnvatnsins. Illt verði í efni ef staðan versni meira. „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar hérna.“ Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
„Hér er vatnsbólið sem ég nota, og vatnið hér hefur verið það djúpt venjulega að það er ekki stígvélatækt. Núna nær það ekki upp á rist á stígvélinu. Inni í tunnunni er dælan farin að draga sand.“ Svona lýsir Jón Árni Þórisson, sumarbústaðareigandi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, stöðunni á vatnsbólinu sem hann hefur notað í bústað sinn, í myndskeiði sem sjá má í upphafi fréttarinnar hér að neðan. Áður hefur verið fjallað um vatnsleysi og þurrk í Grenlæk, sem áður var gjöful sjóbirtingsá í Landbroti, en er nú þurr á um ellefu kílómetra kafla. Landeigandi við lækinn segir ástæðuna vera garð sem reistur var til að hindra flæði vatns út á Eldhraun, í þeim tilgangi að verja þjóðveginn, og mosa á hrauninu. Jón Árni tekur undir þá kenningu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég hef séð vídeó af læknum þegar hann mætir í farveginn, nokkrum dögum eftir að garðurinn var rofinn í framhaldi af þurrki 2016. Það er mjög sláandi sönnun um það.“ Hver bendi á annan Jón segist hafa vakið máls á stöðunni við Umhverfisstofnun í maí, sem hafi sagt honum að málið væri í vinnslu annars staðar. „En ég veit ekki hvar. Það virðist hver vísa á annan í þessu máli. Því miður.“ Jón segist enn geta dælt vatni í bústaðinn, en dælan taki reglulega í sig sand vegna lágrar stöðu grunnvatnsins. Illt verði í efni ef staðan versni meira. „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar hérna.“
Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. 6. júlí 2024 20:52
Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. 24. júní 2024 14:00
Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23. júní 2024 20:00