Miklar framkvæmdir á Kirkjubæjarklaustri fyrir unga fólkið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 09:04 Það er allt að gerast á Kirkjubæjarklaustri þegar íþrótta- og æskulýðsmál eru annars vegar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið af uppbyggingu góðrar íþrótta- og æskulýðsaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri eins og nú, en gott dæmi um það er upphitaður körfuboltavöllur, sem hægt er að breyta í blakvöll. „Hér erum við að fá nýjan körfuboltavöll, körfuboltavöllur með sex körfum. Hann verður upphitaður þannig að það verður hægt að stunda hér körfubolta allan ársins hring. Svo ráðgerum við líka að hanna hann þannig að hægt sé að stilla upp í til dæmis blak hér á vellinum og eins líka sport, sem er mjög vinsælt hérna núna og heitir Ringó,” segir Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps. Sigurður segir ótrúlegt margt í boði á Kirkjubæjarklaustri þegar um er að ræða íþrótta- og æskulýðsmál enda krakkarnir duglegir að taka þátt. Fótboltinn sé til dæmis alltaf mjög vinsæll. En hvað eru vinsælustu íþróttagreinarnar? „Núna eru það boltagreinarnar, körfuboltinn mjög sterkur og eins fótboltinn alltaf vinsæll. Svo erum við líka með blak og karate í gangi.” Og eru þetta krakkar á öllum aldri, stelpur og strákar í íþróttum? „Já það er það. Kannski mætti vera meira af stelpum en þær eru svona eins og oft vill verða kannski að mæta meira þegar þær eru yngri en svo þegar þær fara að eldast og komast á unglingsárin þá kannski falla þær út en það er þekkt vandamál á landsvísu. En yfir heildina er mjög góð þátttaka eins og síðasta vetur en þá vorum við með 38 af 43 börnum á grunnskólaaldri á einhverjum íþróttaæfingum, sem er náttúrulega bara glæsilegt,” segir Sigurður Eyjólfur. Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, sem er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárhreppur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Hér erum við að fá nýjan körfuboltavöll, körfuboltavöllur með sex körfum. Hann verður upphitaður þannig að það verður hægt að stunda hér körfubolta allan ársins hring. Svo ráðgerum við líka að hanna hann þannig að hægt sé að stilla upp í til dæmis blak hér á vellinum og eins líka sport, sem er mjög vinsælt hérna núna og heitir Ringó,” segir Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps. Sigurður segir ótrúlegt margt í boði á Kirkjubæjarklaustri þegar um er að ræða íþrótta- og æskulýðsmál enda krakkarnir duglegir að taka þátt. Fótboltinn sé til dæmis alltaf mjög vinsæll. En hvað eru vinsælustu íþróttagreinarnar? „Núna eru það boltagreinarnar, körfuboltinn mjög sterkur og eins fótboltinn alltaf vinsæll. Svo erum við líka með blak og karate í gangi.” Og eru þetta krakkar á öllum aldri, stelpur og strákar í íþróttum? „Já það er það. Kannski mætti vera meira af stelpum en þær eru svona eins og oft vill verða kannski að mæta meira þegar þær eru yngri en svo þegar þær fara að eldast og komast á unglingsárin þá kannski falla þær út en það er þekkt vandamál á landsvísu. En yfir heildina er mjög góð þátttaka eins og síðasta vetur en þá vorum við með 38 af 43 börnum á grunnskólaaldri á einhverjum íþróttaæfingum, sem er náttúrulega bara glæsilegt,” segir Sigurður Eyjólfur. Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, sem er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skaftárhreppur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira