Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 14:00 Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir stöðun í Grenlæk grafalvarlega. Hafrannsóknarstofnun Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“ Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“
Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira