Skaftárhlaupið í rénun: Kemur úr Eystri-Skaftárketli en ekki þeim vestri Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2024 16:00 Myndin er tekin í Skaftárhlaupi 2022 og er úr safni. Vísir/Arnar Skaftárhlaup er nú í rénun samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Rennsli mælist um 160 rúmmetrar á sekúndu og segir í tilkynningu að út frá breytingum á yfirborði Eystri-Skaftárketilsins, sem sjást af gervihnattamyndum, megi ætla að hlaupið komi þaðan en ekki úr þeim vestari eins og áður var talið líklegast. „Seinast hljóp úr Eystri-Skaftárkatlinum í ágúst 2023 og því ekki nema 12 mánuðir frá seinasta hlaupi meðan að algengast er að það líði 2 til 3 ár á milli hlaupa. Það er því óvenjulegt að það hlaupi úr katlinum svo stuttu eftir seinasta hlaup. Það er þó ekki óþekkt að hlaup komi með styttra millibili en 1992 og 2003 komu fram hlaup 13 og 14 mánuðum eftir seinustu hlaup þar á undan. Þau hlaup voru áþekk þessu hlaupi, það er ekki með miklu hámarksrennsli en vörðu bæði í meira en tvær vikur,“ segir í tilkynningunni og að óvenju langt sé frá hlaupi í vestari katlinum og því hafi verið talið að það kæmi þaðan. „Raunin er önnur og sýnir það þá óvissu sem oft er eðlislæg í túlkun náttúruváratburða,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að rúmmál hlaupvatns sem þegar er komið fram við Sveinstind er um 50 milljónir rúmmetra. Ef söfnun hlaupvatns í lónið undir katlinum hafi verið með líkum hætti og á milli fyrri hlaup megi ætla að 60 til 100 milljónir rúmmetra gætu verið tiltækir. Það megi því ætla að minnsta kosti helmingur hlaupsins eða jafnvel meirihluti þess sé þegar kominn fram. Á vef Vísindavefsins segir um Skaftárhlaupin að þau eigi uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallist Skaftárkatlar. „Sigin eru nær hringlaga, 1-3 km í þvermál, og yfir miðjum þeirra er 300-400 m þykkur jökull. Frá árinu 1955 hafa að minnsta kosti 40 hlaup fallið undan sigkötlunum, 30 km leið undir jökli austan við Fögrufjallahrygg til Skaftár. Um 8 km austan við Tungnaárbotna fer hluti af hlaupvatninu vestur um skarð í hryggnum. Skarðið nær niður í 500 m hæð, en farg meginjökulsins þrýstir vatninu engu að síður upp í 650 m, svo að það kemur undan Tungnaárjökli norðan við Langasjó og fellur þaðan austur með jökulröndinni yfir í Skaftá. Þó eru dæmi þess, að skvettur hafa farið í Tungna,“ segir í umfjöllun Helga Björnssonar prófessors emeritus í jöklafræði á vef Vísindavefsins. Hægt er að lesa svarið hér. Veður Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Virknin svipuð og jafnvel dregið úr henni Lítið er að frétta af eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á þriðja degi goss og hefur það náð vissu jafnvægi, að sögn náttúruvársérfræðings. 24. ágúst 2024 07:32 Veðurstofan hefur litlar áhyggjur af hlaupinu Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er. 23. ágúst 2024 12:08 Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. 22. ágúst 2024 12:42 Áfram stöðugur vöxtur í Skaftá Skaftárhlaup er áfram í hægum vexti og hefur enn engin áhrif á vegi á svæðinu. Ekki liggur fyrir hvort hlaupið komi úr eystri eða vestri Skaftárkatli og búist er við því að það komi ekki í ljós fyrr en á morgun. 21. ágúst 2024 23:24 Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. 21. ágúst 2024 12:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
„Seinast hljóp úr Eystri-Skaftárkatlinum í ágúst 2023 og því ekki nema 12 mánuðir frá seinasta hlaupi meðan að algengast er að það líði 2 til 3 ár á milli hlaupa. Það er því óvenjulegt að það hlaupi úr katlinum svo stuttu eftir seinasta hlaup. Það er þó ekki óþekkt að hlaup komi með styttra millibili en 1992 og 2003 komu fram hlaup 13 og 14 mánuðum eftir seinustu hlaup þar á undan. Þau hlaup voru áþekk þessu hlaupi, það er ekki með miklu hámarksrennsli en vörðu bæði í meira en tvær vikur,“ segir í tilkynningunni og að óvenju langt sé frá hlaupi í vestari katlinum og því hafi verið talið að það kæmi þaðan. „Raunin er önnur og sýnir það þá óvissu sem oft er eðlislæg í túlkun náttúruváratburða,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að rúmmál hlaupvatns sem þegar er komið fram við Sveinstind er um 50 milljónir rúmmetra. Ef söfnun hlaupvatns í lónið undir katlinum hafi verið með líkum hætti og á milli fyrri hlaup megi ætla að 60 til 100 milljónir rúmmetra gætu verið tiltækir. Það megi því ætla að minnsta kosti helmingur hlaupsins eða jafnvel meirihluti þess sé þegar kominn fram. Á vef Vísindavefsins segir um Skaftárhlaupin að þau eigi uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallist Skaftárkatlar. „Sigin eru nær hringlaga, 1-3 km í þvermál, og yfir miðjum þeirra er 300-400 m þykkur jökull. Frá árinu 1955 hafa að minnsta kosti 40 hlaup fallið undan sigkötlunum, 30 km leið undir jökli austan við Fögrufjallahrygg til Skaftár. Um 8 km austan við Tungnaárbotna fer hluti af hlaupvatninu vestur um skarð í hryggnum. Skarðið nær niður í 500 m hæð, en farg meginjökulsins þrýstir vatninu engu að síður upp í 650 m, svo að það kemur undan Tungnaárjökli norðan við Langasjó og fellur þaðan austur með jökulröndinni yfir í Skaftá. Þó eru dæmi þess, að skvettur hafa farið í Tungna,“ segir í umfjöllun Helga Björnssonar prófessors emeritus í jöklafræði á vef Vísindavefsins. Hægt er að lesa svarið hér.
Veður Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Virknin svipuð og jafnvel dregið úr henni Lítið er að frétta af eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á þriðja degi goss og hefur það náð vissu jafnvægi, að sögn náttúruvársérfræðings. 24. ágúst 2024 07:32 Veðurstofan hefur litlar áhyggjur af hlaupinu Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er. 23. ágúst 2024 12:08 Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. 22. ágúst 2024 12:42 Áfram stöðugur vöxtur í Skaftá Skaftárhlaup er áfram í hægum vexti og hefur enn engin áhrif á vegi á svæðinu. Ekki liggur fyrir hvort hlaupið komi úr eystri eða vestri Skaftárkatli og búist er við því að það komi ekki í ljós fyrr en á morgun. 21. ágúst 2024 23:24 Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. 21. ágúst 2024 12:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Virknin svipuð og jafnvel dregið úr henni Lítið er að frétta af eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á þriðja degi goss og hefur það náð vissu jafnvægi, að sögn náttúruvársérfræðings. 24. ágúst 2024 07:32
Veðurstofan hefur litlar áhyggjur af hlaupinu Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er. 23. ágúst 2024 12:08
Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. 22. ágúst 2024 12:42
Áfram stöðugur vöxtur í Skaftá Skaftárhlaup er áfram í hægum vexti og hefur enn engin áhrif á vegi á svæðinu. Ekki liggur fyrir hvort hlaupið komi úr eystri eða vestri Skaftárkatli og búist er við því að það komi ekki í ljós fyrr en á morgun. 21. ágúst 2024 23:24
Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. 21. ágúst 2024 12:35