Hveragerði

Fréttamynd

Miklar fram­kvæmdir í Hvera­gerði og allt að gerast

Það er engin lognmolla í Hveragerði um þessar mundir því þar eru miklar framkvæmdir í gangi og mikið byggt. Til að mynda á að fara að byggja nýjan leikskóla og þá er verið að stækka grunnskólann og íþróttahúsið svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Þórunn Antonía sinnir heldri borgurum

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og segist elska þær nýjungar sem lífið hefur fært henni. Frá þessu greinir hún í einlægri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Eiga á fjórða hundrað bíla í Hvera­gerði

Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum.

Lífið
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi í dag: Er ógn eld­gosa að færast nær höfuð­borgar­svæðinu?

Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúru­lega Hvera­gerði

Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins.

Skoðun
Fréttamynd

Bestu jólahúsin þar sem fólk gengur að­eins lengra

Jón Helgason hefur síðustu þrjú ár safnað á sérstakt kort upplýsingum og myndum af best skreyttu jólahúsunum á landinu. Kort ársins er enn í vinnslu en Jón segir að hann langi sérstaklega fá meira frá landsbyggðinni.

Lífið
Fréttamynd

Afmælisdagatöl úr parketi slá í gegn í Hvera­gerði

Listamaður í Hveragerði situr sveittur við alla daga langt fram á nótt við að útbúa afmælisdagatöl úr parketi en hann segir vinsældir dagatalanna vera að slá öll met núna í desember. Hann breytir líka gömlum vínylplötum í listaverk.

Lífið
Fréttamynd

„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“

Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra.

Innlent
Fréttamynd

Lét Hver­gerðinga vita í febrúar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars.

Innlent
Fréttamynd

Hvergerðingar undrast yfir­lýsingar ná­granna sinna um virkjun

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja.

Innlent
Fréttamynd

Sunn­lensk ung­menni unnu Skjálftann

Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. 

Lífið
Fréttamynd

Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð.

Innlent
Fréttamynd

Litla hryllingsbúðin slær í gegn í Hveragerði

Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar er leikfélag bæjarins að sýna Litlu Hryllingsbúðina við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Bræður og systur spila stór hlutverk í sýningunni svo ekki sé minnst á Guggurnar eins og þær kalla sig, sem fara á kostum.

Lífið
Fréttamynd

„Svona gerir maður ekki, mamma“

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. 

Lífið