Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson og Eyþór H. Ólafsson skrifa 9. maí 2025 21:03 Á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn sl. var lögð fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð, upp á rúmar 169 milljónir króna sem eru ánægjulegar fréttir. Þó vekur það áhyggjur að skuldasöfnun heldur áfram og að verulegt misræmi er milli fjárhagsáætlunar og raunverulegrar niðurstöðu samkvæmt ársreikningi. Þannig bendir ýmislegt til þess að ákveðin lausatök séu í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Lausatök í rekstri og auknar skuldir Við yfirferð ársreikningsins kemur fram að annar rekstrarkostnaður, fyrir utan launakostnað, fór um 475 milljónir króna fram úr fjárhagsáætlun, með viðaukum. Tekjur reyndust hins vegar 372 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir, aðallega vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hefði ekki komið til aukinna tekna umfram áætlun hefði því orðið verulegur rekstrarhalli á árinu 2024. Kostnaður við laun bæjarráðs og bæjarstjórnar hefur tvöfaldast frá árinu 2021, farið úr 14 milljónum upp í tæpar 28 milljónir króna. Sama gildir um kostnað við önnur nefndastörf, það hefur farið úr 5 milljónum upp í um 10 milljónir króna. Nefndakostnaður hefur þannig hækkað um 18,6 milljónir króna frá árinu 2021 og stendur nú í yfir 38 milljónum króna á ári, án launa kjörstjórnar. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað bent á að þær stjórnsýslubreytingar sem farið var í með fjölgun nefnda og ráða myndi leiða til aukins nefndakostnaðar. Þessi þróun gefur tilefni til að spyrja hvort þessar breytingar hafi skilað aukinni skilvirkni og hagkvæmni líkt og meirihlutinn talaði um. Skuldastaða bæjarins hefur aukist verulega frá árinu 2022. Í lok árs 2021 námu skuldir og skuldbindingar um 5,2 milljörðum króna. Nú, samkvæmt ársreikningi 2024, eru þær komnar í um 8,2 milljarða króna. Þetta er mikil hækkun á innan við þremur árum og ekki er að sjá að uppbygging innviða sé í samræmi við þá skuldasöfnun. Slík þróun takmarkar svigrúm bæjarins til frekari fjárfestinga án þess að hætta skapist á að farið verði yfir lögbundin viðmið um skuldahlutfall. Skuldsetningin gerir Hveragerðisbæ einnig viðkvæmari fyrir efnahagssveiflum og ófyrirséðum útgjöldum, sérstaklega í ljósi þess að lausafjárstaðan hefur staðið í stað. Handbært fé í árslok var 213 milljónir króna, nánast óbreytt frá fyrra ári. Ef kæmi til tekjusamdráttar eða óvæntra útgjalda gæti bæjarfélagið átt í erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði lána og annarra skuldbindinga. Söguleg uppbygging innviða – eða hvað? Þó að fjárfestingaráætlun hafi gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum á árinu 2024, er nauðsynlegt að fara varlega í að tala um sögulega uppbyggingu þegar rauntölur og framkvæmdir eru skoðaðar. Fjárfestingaráætlunin stóðst lítið betur en rekstraráætlunin. Þriðji áfangi við grunnskólann fór verulega fram úr áætlun, þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að flýta verkinu að hluta. Upphaflega var gert ráð fyrir 443 milljónum króna, en kostnaður fór upp í 693 milljónir króna, að frádreginni endurgreiðslu frá Sveitarfélaginu Ölfus að upphæð 112 milljónir króna. Rétt er að hafa í huga að verkefninu er ólokið. Á sama tíma voru áætlaðar 500 milljónir króna á fjárfestingaráætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja, framkvæmd sem ekki var farið í, eini kostnaðurinn sem féll undir þann lið var ýmis sérfræðikostnaður upp á 28 milljónir króna samtals. Kostnaður við viðbyggingu við leikskólann Óskaland fór einnig langt fram úr áætlun. Kostnaðurinn endaði í 171 milljón króna, þrátt fyrir að upphafleg áætlun gerði aðeins ráð fyrir 91 milljón króna. Þegar kostnaður Hveragerðisbæjar og Fasteignafélagsins Eikar við viðbygginguna er tekinn saman sést að kostnaðurinn við að byggja þessar þrjár deildir nálgast það sem myndi kosta að byggja fullbyggðan sex deilda leikskóla. Tekjur af gatnagerðargjöldum námu aðeins um 52 milljónum króna á móti 230 milljóna króna kostnaði við gatnagerð. Rúmum 16 milljónum var varið í sérfræðikostnað vegna skólphreinsistöðvar, þó áætlun hafi gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi til endurbóta á skólphreinsimálum. Sterk framtíð Hveragerðisbæjar byggir ekki aðeins á vilja til framkvæmda heldur þarf að koma þeim í framkvæmd í samræmi við áætlanir hverju sinni. Hveragerðisbær hefur alla burði og tækifæri til að halda áfram að vaxa og þróast, en það verður að gerast á traustum grunni. Nú er kominn tími til að stilla áherslurnar af, draga úr misræmi milli áætlana og veruleika, endurskoða forgangsröðun verkefna og tryggja að fjárfestingar verði að veruleika. Með ábyrgri fjármálastjórn verður hægt að byggja upp sveitarfélagið á sjálfbæran hátt. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi D-listans. Eyþór H. Ólafsson er varabæjarfulltrúi D-listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn sl. var lögð fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð, upp á rúmar 169 milljónir króna sem eru ánægjulegar fréttir. Þó vekur það áhyggjur að skuldasöfnun heldur áfram og að verulegt misræmi er milli fjárhagsáætlunar og raunverulegrar niðurstöðu samkvæmt ársreikningi. Þannig bendir ýmislegt til þess að ákveðin lausatök séu í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Lausatök í rekstri og auknar skuldir Við yfirferð ársreikningsins kemur fram að annar rekstrarkostnaður, fyrir utan launakostnað, fór um 475 milljónir króna fram úr fjárhagsáætlun, með viðaukum. Tekjur reyndust hins vegar 372 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir, aðallega vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hefði ekki komið til aukinna tekna umfram áætlun hefði því orðið verulegur rekstrarhalli á árinu 2024. Kostnaður við laun bæjarráðs og bæjarstjórnar hefur tvöfaldast frá árinu 2021, farið úr 14 milljónum upp í tæpar 28 milljónir króna. Sama gildir um kostnað við önnur nefndastörf, það hefur farið úr 5 milljónum upp í um 10 milljónir króna. Nefndakostnaður hefur þannig hækkað um 18,6 milljónir króna frá árinu 2021 og stendur nú í yfir 38 milljónum króna á ári, án launa kjörstjórnar. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað bent á að þær stjórnsýslubreytingar sem farið var í með fjölgun nefnda og ráða myndi leiða til aukins nefndakostnaðar. Þessi þróun gefur tilefni til að spyrja hvort þessar breytingar hafi skilað aukinni skilvirkni og hagkvæmni líkt og meirihlutinn talaði um. Skuldastaða bæjarins hefur aukist verulega frá árinu 2022. Í lok árs 2021 námu skuldir og skuldbindingar um 5,2 milljörðum króna. Nú, samkvæmt ársreikningi 2024, eru þær komnar í um 8,2 milljarða króna. Þetta er mikil hækkun á innan við þremur árum og ekki er að sjá að uppbygging innviða sé í samræmi við þá skuldasöfnun. Slík þróun takmarkar svigrúm bæjarins til frekari fjárfestinga án þess að hætta skapist á að farið verði yfir lögbundin viðmið um skuldahlutfall. Skuldsetningin gerir Hveragerðisbæ einnig viðkvæmari fyrir efnahagssveiflum og ófyrirséðum útgjöldum, sérstaklega í ljósi þess að lausafjárstaðan hefur staðið í stað. Handbært fé í árslok var 213 milljónir króna, nánast óbreytt frá fyrra ári. Ef kæmi til tekjusamdráttar eða óvæntra útgjalda gæti bæjarfélagið átt í erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði lána og annarra skuldbindinga. Söguleg uppbygging innviða – eða hvað? Þó að fjárfestingaráætlun hafi gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum á árinu 2024, er nauðsynlegt að fara varlega í að tala um sögulega uppbyggingu þegar rauntölur og framkvæmdir eru skoðaðar. Fjárfestingaráætlunin stóðst lítið betur en rekstraráætlunin. Þriðji áfangi við grunnskólann fór verulega fram úr áætlun, þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að flýta verkinu að hluta. Upphaflega var gert ráð fyrir 443 milljónum króna, en kostnaður fór upp í 693 milljónir króna, að frádreginni endurgreiðslu frá Sveitarfélaginu Ölfus að upphæð 112 milljónir króna. Rétt er að hafa í huga að verkefninu er ólokið. Á sama tíma voru áætlaðar 500 milljónir króna á fjárfestingaráætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja, framkvæmd sem ekki var farið í, eini kostnaðurinn sem féll undir þann lið var ýmis sérfræðikostnaður upp á 28 milljónir króna samtals. Kostnaður við viðbyggingu við leikskólann Óskaland fór einnig langt fram úr áætlun. Kostnaðurinn endaði í 171 milljón króna, þrátt fyrir að upphafleg áætlun gerði aðeins ráð fyrir 91 milljón króna. Þegar kostnaður Hveragerðisbæjar og Fasteignafélagsins Eikar við viðbygginguna er tekinn saman sést að kostnaðurinn við að byggja þessar þrjár deildir nálgast það sem myndi kosta að byggja fullbyggðan sex deilda leikskóla. Tekjur af gatnagerðargjöldum námu aðeins um 52 milljónum króna á móti 230 milljóna króna kostnaði við gatnagerð. Rúmum 16 milljónum var varið í sérfræðikostnað vegna skólphreinsistöðvar, þó áætlun hafi gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi til endurbóta á skólphreinsimálum. Sterk framtíð Hveragerðisbæjar byggir ekki aðeins á vilja til framkvæmda heldur þarf að koma þeim í framkvæmd í samræmi við áætlanir hverju sinni. Hveragerðisbær hefur alla burði og tækifæri til að halda áfram að vaxa og þróast, en það verður að gerast á traustum grunni. Nú er kominn tími til að stilla áherslurnar af, draga úr misræmi milli áætlana og veruleika, endurskoða forgangsröðun verkefna og tryggja að fjárfestingar verði að veruleika. Með ábyrgri fjármálastjórn verður hægt að byggja upp sveitarfélagið á sjálfbæran hátt. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi D-listans. Eyþór H. Ólafsson er varabæjarfulltrúi D-listans.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun