Sprungin dekk og ónýtar felgur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:59 Nokkrar af holunum sem myndast hafa á vegum í umhleypingum nú um helgina. Vegagerðin hefur staðið í ströngu við viðgerðir. Vegagerðin Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn. Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn.
Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39