Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Vegirnir hafa verið á óvissustigi í dag.
Hálka, snjóþekja eða hálkublettir og skafrenningur er á flest öllum leiðum á suðvesturhorni landsins. Hálka og óveður er á Kjalarnesi og undir Hafnarfalli. Ófært er á Krýsuvíkurvegi og á Festarfjalli.
Einnig er búið að loka veginum um Mosfellsheiði.
Flughálka er á Vesturlandsvegi á milli Grafarholts og Mosfellsbæjar.