Reykjavík

Fréttamynd

Skellti upp úr yfir ó­væntum hávaðakvörtunum

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vill sjá minnis­varða um MeT­oo rísa í Reykja­vík

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldið tekið niður

Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað undan há­vaða vegna snjómoksturs

Kvartað var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Það kemur fram í dagbók lögreglu í dag. Alls voru 48 mál bókuð í skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, frá klukkan 17 í gær til fimm í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Kaldar kveðjur til Þróttar og KR

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar

Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu sögu­frægt hús á 800 milljónir

Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús

Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki refsað fyrir að stinga ungan mann við Breið­holts­laug

Ungur karlmaður var í lok síðasta árs sakfelldur fyrir sérlega hættulega líkamsárás, með því að hafa stungið annan ungan mann við Breiðholtslaug árið 2021. Maðurinn krafðist sýknu á grundvelli neyðarvarnar en hvorki var fallist á að neyðarvörn hefði réttlætt stunguna né að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar vegna skelfingar eða hræðslu. Honum var þó ekki gerð refsing fyrir líkamsárásina.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Kröftug mót­mæli þegar þing kom saman

Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að þessi maður sé sá eini sem getur leitt okkur í sann­leikann um hvað gerðist“

„Ég man hreinlega ekki allan fjöldann af stöðum þar sem líkið á að hafa verið,“ segir Hörður Jóhannesson fyrrum rannsóknarlögreglumaður en hann er einn af þeim sem kom að rannsókninni á hvarfi Valgeirs Víðissonar á sínum tíma. Í sumar eru liðin þrjátíu ár síðan Valgeir Víðisson hvarf sporlaust af heimili sínu á Laugavegi. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Enn í dag er málið óupplýst.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta og á­rekstrar

Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

„Tel ekki til­efni til að svara þessari Facebook færslu sér­stak­lega“

Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn.

Innlent