Óbreytt ástand kemur ekki til greina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 19:03 Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09
Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01